Gulli utanríkis: EES-samningurinn er ónýtur

Við þurfum að semja upp á nýtt við Evrópusambandið enda erum við með lélegri samning, þ.e. EES-samninginn, en t.d. Kanada sem fær fríverslun með fisk þrátt fyrir að vera hvorki í EES-samstarfinu né í sjálfum klúbbnum - Evrópusambandinu.

Efnislega er þetta skoðun Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra þótt hann klæði afstöðu sína í diplómatískt orðalag.

Utanríkisráðherra segir:

ég hef lagt áherslu á er að við fáum ekki lak­ari markaðsaðgang fyr­ir fisk og sjáv­ar­af­urðir en önn­ur sam­starfs­ríki sem Evr­ópu­sam­bandið á ekki í næst­um eins nánu sam­starfi við.

og ennfremur:

það hlýt­ur að vera okk­ur öll­um í hag að sann­girni ríki í viðskipt­um okk­ar í milli.

Sem sagt, EES-samningurinn gefur Íslandi hvorki fríverslun með fisk né er samningurinn sanngjarn. 

EES-samningurinn er 25 ára gamall, barn síns tíma. Hann var ætlaður þjóðríkjum á leið inn í Evrópusambandið. Eftir að ljóst varð að hvorki Ísland né Noregur ætluðu inn í ESB var samningurinn orðinn úreltur. Eftir Brexit er EES-samningurinn beinlínis í andstöðu við hagsmuni Íslands. Við eigum til muna meiri og mikilvægari samskipti við Bretland en Evrópusambandið.

Yfirgengileg frekja Evrópusambandsins, t.d. með því að troða 3. orkupakkanum ofan í kok Íslendinga, sýndi svart á hvítu að Brussel telur að EES-samningurinn geri Ísland að hjálendu ESB. Löngu tímabært er að segja upp EES-samningnum.


mbl.is Fer fram á algjöra fríverslun við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ESB gerir ekki neitt sem við þjóðin samþykkjum ekki, er ekki kristaltært að 25 ára gamalt herfi er ómark.Nú verð ég að hætta.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2021 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband