Laugardagur, 17. júlí 2021
Logi útilokar Samfylkingu frá ríkisstjórn
Án Sjálfstæðisflokks verður ekki hægt að mynda starfhæfa ríkisstjórn, fari kosningar samkvæmt könnunum.
Helsta ráð Loga formanns Samfylkingar er að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk.
Sjálfskaparvítin taka á sig kynlegustu myndir.
Stendur við útilokun Sjálfstæðisflokks og Miðflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að hann sé aðallega að útiloka sjálfa sig og er það vel.
Sigurður I B Guðmundsson, 17.7.2021 kl. 10:11
Vitlaus er hann í pólitík , ekki á hann logið
Halldór Jónsson, 17.7.2021 kl. 11:10
Eitthvert sterkasta vopn Páfans í Róm var að bannfæra. Þeir sem voru bannfærðir af Páfanum mundu að sjálfsögðu ekki komast inn í himnaríki og búa þar við sæluvist um aldir alda.
Nú er Logi ekki páfi með einhver alvöru völd heldur meira líkari skemmtikrafti við hirðina svo hann er dæmdur til að vera áfram í vanmáttugri stjórnarandstöðu
Grímur Kjartansson, 17.7.2021 kl. 18:33
Höfundur er augljóslega farinn að hafa áhyggjur.
Hann veit það manna bezt að nú er vörnin að hefjast fyrir íhaldsöflin.
Allir vita sem e-ð hafa lesið skrif höfundar að sá hinn sami er slétt sama um lýðræðið. Höfundur vill einfaldlega hafa þettta "eins og það hefur alltaf verið".
Nú er kominn stjórnmálaflokkur sem þorir, getur og ætlar sér að standa við pólitísks sannfæringun sína, að undanskilja samherjaflokk höfundar, Sjálfstæðisflokkinnn frá komandi ríkisstjórn, fái Samfylking nægjanlegan stuðning.
Höfundur, líkt og lesendur vita nái Samfylking markmiðum sínum, hefur samherjaflokki höfundar mistekist.
Þá þarf höfundur ekki að hafa áhyggjur af "útilokun" að hálfu Samfylkingar.
Það munu þá kjósendur hafa gert upp á eigin spýtur.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2021 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.