Meira Ísland, minna útlönd

Ísland stendur sig hvað best í farsóttarvörnum í alþjóðlegum samanburði. Sóttvarnir eru, eðli málsins samkvæmt, bæði almannavörn og lýðheilsa.

Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar viðurkenna að Íslendingar stóðu sig einnig þjóða best í glímunni við efnahagslegar afleiðingar Kínaveirunnar. Hér jókst kaupmáttur, einkum lægstu launa. Aðra og verri sögu er að segja frá flestum útlöndum.

Við á Íslandi gerum hlutina nokkuð vel. Engin ástæða er til að ofmetnast og temja okkur sjálfhælni umfram efni. En svo sannarlega eru efni til að efast og gjalda varhug við þegar útlendar pakkalausnir eru okkur boðnar með þeim rökum að útlönd kunna betur en við að reka samfélag. Á Íslandi finnast lausnir á íslenskum málefnum. Það eru einfaldlega sjálfsögð sannindi.

 


mbl.is Ísland í fremstu röð í heimi í bólusetningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband