Fræðileg kynþáttahyggja nemur land á Íslandi

Fræðileg kynþáttahyggja (critical race theory) er menningarviðhorf af sama skóla og marxismi og póstmódernismi á síðustu öld. Líkt og fyrrum eru það vinstrisinnaðir háskólamenn sem boða kenninguna.

Fræðileg kynþáttahyggja gefur sér að hvíti maðurinn, hvíti kynþátturinn, sé mesta böl sem heimurinn hefur alið af sér. Hvíti kynþátturinn er sjálf erfðasyndin. James Lindsey hefur skrifað bók um fyrirbærið, hægt að hlusta á samtal við hann hér

Grein Gísla Pálssonar mannfræðings um afkomendur Vilhjálms Stefánssonar er löðrandi í fræðilegri kynþáttahyggju. Lesið þessa tilvitnun og metið sjálf:

Barna­börn Vil­hjálms Stef­áns­son­ar lifðu af hel­för­ina, en öll voru þau löskuð af því sam­fé­lagi sem ól þau, enda bjuggu þau við þau mann­skemm­andi skil­yrði sem nú eru rifjuð upp í kjöl­far frétta af ómerkt­um gröf­um. Öll urðu þau að hlýða vald­boði hinna hvítu á heima­vist­ar­skól­um, og ef­laust hafa þau beint eða óbeint orðið fyr­ir barðinu á op­in­ber­um of­beld­is­seggj­um á vist­inni. Stef­áns­son-nafnið veitti litla vörn; þau voru Inúít­ar. (undirstrikun pv)

Hingað til er helförin notuð um meðferð nasista á gyðingum fyrir miðbik síðustu aldar. Fræðileg kynþáttahyggja gefur sér að allir hvítir séu inn við beinið fasískir mannhatarar og njóti þess að misþyrma og meiða.

Fræðileg kynþáttahyggja er lífsviðhorf háskólafólks sem ekki er nema lítillega tengt veruleikanum.

 


mbl.is „Barnabörn Vilhjálms Stefánssonar lifðu af helförina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ætli það sé ekki sama mannhatrið að vera haldinn sjálfsfyrirlitningu (eiginkynþáttahatri) en öðruvísi fóbíum? Þetta er vel athugað og sorglegt að vesalings ungu femínistarnir átta sig ekki á því að þeirra baráttukerfi hefur verið spyrt saman við þennan arf úr fortíðinni. Gallinn við Pírata er að þeir mættu gagnrýna eigin hugmyndafræði meira, en sumar tilraunir þeirra eru ágætar, að reyna að lagfæra spillingu. 

Ingólfur Sigurðsson, 9.7.2021 kl. 14:54

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég hef einmitt skrifað um þessa ,,kenningu" = bull. 
https://biggilofts.blog.is/admin/blog/?entry_id=2265926

Birgir Loftsson, 9.7.2021 kl. 15:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kenning háskólamanna um hvíta kynstofninn er jafn vitlaust fyrirbæri og þess eina skilduskólagengna sem hélt því fram að svarti kynstofninn hafi orðið það (svartur),vegna áhrifa sólarljóssins. -Háskólamenn boða kenningar byggðar á ósýnilegum skilyrðum mennskra sem þekkjast í öllum álfum heims. En Evrópa var áður fyrirmynd alls heimsins og ég er ekki grunlaus um að eftirstríðskenningar hefðu orðið til af blindri öfund. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2021 kl. 16:42

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jæja, er þá búið að negla okkur í sektarkenndina. Við høfðum ekki rænt landinu frá neinum eða hrakið neinn í burtu. Við høfðum ekki lagt undir okkur lønd og þjóðir og gerst nýlenduherrar. Hørundsdøkkir fengu lengi vel ekki að koma til landsins (smá rasismi þar), en bættum fyrir með því að keppast við að ættleiða allavega litaða. Ekki bólaði á sektarkennd fyrr en velmegunarunglingarnir fóru að ferðast til framandi landa á kostnað foreldranna og snéru til baka með sektarkenndina í bakpokanum. Nú skal landið opnað øllum sem sjúkir eru og þjáðir. Eða þannig. 

En nú er Gísli búin að gera okkur samsek Vilhjálmi Stefáns, Kanadastjórn, kirkjunni þar og øllu breska heimsveldinu og þá er varla til baka snúið. Nema... við spyrnum á móti. Tøkum ekki á okkur syndir annarra. Í því felst ekkert réttlæti. Látum okkur nægja að rétta af ranglæti hér heima og sláum botn í þessa endaleysu. 

Ragnhildur Kolka, 9.7.2021 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband