Logi og litla gula hænan

Litla gula hænan er dæmisaga um sjálfsbjörg og atorku annars vegar og hins vegar samfylkingarhneigðina að taka sinn hlut á þurru. Litla gula hænan sáði, þreskti og malaði kornið og bakaði brauðið. Hænan leitaði eftir aðstoð en fékk ekki. Aftur vildu öll samfylkingardýrin njóta góðs af og éta fullbakað brauð. 

Á Íslandi er meiri launajöfnuður en á öðru byggðu bóli. Sumir eru lunknir að ávaxta fé sitt, einhverjir eru duglegir fjáröflun og enn aðrir fæðast af efnuðum foreldrum. Forsjálir búa í haginn til elliáranna en fyrirhyggjulaust óreiðufólkið safnar ekki í sjóði heldur sólundar. Þannig er mannlífið. Allir nema örfáir, sem verða fyrir tjóni á líkama eða sál seint eða snemma á ævinni, geta unnið fyrir sér og lifað mannsæmandi lífi.

Logi formaður Samfylkingar fór yfir akurinn í leit að kosningasmelli. Þjóðráð Loga var að spyrja fjármálaráðherra um ríkustu Íslendingana. Ekki til að læra og skilja bjargálnir og auðsöfnun heldur kynda undir öfund.

Samfylkingardýrunum í sögunni um litlu gulu hænuna fannst súrt í broti að fá ekki að éta brauðið sem þau nenntu ekki að gera að veruleika. Logaútgáfa sögunnar endar svona: skattleggjum helvíska hænuna og fáum brauðið án þess að vinna til þess. Lifi heimtufrekjan, niður með auðvaldshænur. 


mbl.is Ríkustu 5% eiga tæplega 40% af eigin fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband