Trumpfrétt RÚV og alvörufrétt

Trump fráfarandi forseti Bandaríkjanna hélt útifund fyrir helgi, gagnrýndi vænisjúka hershöfðingja og kynþáttahyggju í fræðibúningi. Alvöru fjölmiðlar sögðu frá fundinum, að hann væri haldinn til stuðnings þeim frambjóðendum Repúblíkanaflokksins sem Trump hefur velþóknun á. Öðrum þræði er Trump að gæla við forsetaframboð 2024, segir Telegraph sem þykir ekki útgáfa höll undir fráfarandi forseta.

Svo kemur RÚV með frétt af útifundi Trump og hljómar eins og safnaðarrit hatursmanna fráfarandi forseta. Fyrirsögnin er ,,Hamrar enn á ósannindum um kosningasvik" og hér er smjörþefur af textanum:

„Við gætum þurft að vinna í þriðja sinn,“ sagði forsetinn, „það er mögulegt.“ Í þessari setningu kristallast jafnframt eitt megininntak ræðuhaldanna: Áframhaldandi rangfærslur um að hann hafi í raun unnið stórsigur í forsetakosningunum í nóvember en verið snuðaður um hann með vélabrögðum.

Samkvæmt Telegraph talaði Trump í rúma klukkustund. Frétt RÚV gefur til kynna að karlinn hafi vælt í fimm mínútur um kosningasvindl. RÚV segir ekkert frá tilefni fundarins, þátttöku og pólitísku samhengi. Þingkosningar eru þar vestra á næsta ári þar sem öll þingsæti fulltrúadeildarinnar eru í húfi, rúm 400, og 34 af 100 þingsætum í öldungadeildinni.

Safnaðarútgáfa hagsmunahópsins á Efstaleiti er löngu hætt að segja fréttir. Öllu púðrinu er eytt í boðskap og útleggingu rétttrúnaðarins.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fréttir? Það er nú löngu vitað og við bíðum róleg eftir frelsun okkar úr púðrinu sem umleikur Ísland á meðan höfðinginn í vestri dregur sannleikann upp á yfirborðið.

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2021 kl. 01:55

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þeir láta seint laust kommarnir

Halldór Jónsson, 29.6.2021 kl. 10:49

3 Smámynd: Jón Árni Bragason

Sæll Páll.

Það er nú allt í lagi að gagnrýna RUV en þú ferð lang yfir strikið þegar þú innviklar Trump í þá umræðu.  Kallinn er ekki fráfarandi forseti.  Hann er fyrrverandi forseti.  Það er líka öllum ljóst að maðurinn er vænisjúkur lygari og allt hans tal um svindl er sorglegt.  Ég ráðlegg þér að aðskilja pistla um RUV og pistla um Trump.  Allt tal um Trump á þeim nótum að hann hafi og sé í lagi eyðileggur þann boðskap sem þú ert að reyna að koma á framfæri um RUV.

Jón Árni Bragason, 30.6.2021 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband