Sunnudagur, 27. júní 2021
Sannar samsæriskenningar og ósannaður veruleiki
Orðið samsæriskenning er venjulega notað um útbreidd ósannindi. Það var samsæriskenning að veiran, sem ýmist er kennd við Kína eða kóf, hafi orðið til á rannsóknastofu. En svo reyndist samsæriskenningin líklega rétt og viðteknu sannindin, að veira hefði orðið til á kjötmarkaði í Wuhan, eru líklega röng.
Í áfastri frétt er sagt frá bandarískri söngkonu, Britney Spears. Samsæriskenning, um að söngkonan sé fangi, nánast þræll, föður síns, er sögð sönn. Britney Spears á við andleg veikindi að stríða. Það er viðurkennt. Hvort þau veikindi réttlæta að faðir hennar fari með öll mál söngkonunnar, og hvernig hann höndlar þau, er aftur álitamál.
Hér liggur hundurinn grafinn. Álitamál og óvissa um hvernig hlutum er háttað er uppspretta kenninga, bæði í vísindum og mannlífi, sem freista þess að útskýra það sem ekki er þekkt nema að hluta. Með því nota forskeytið ,,samsæri" á slíkar kenningar er gefið til kynna að sá sem heldur kenningu á lofti viti betur, sé að ljúga vísvitandi.
Líklega lugu kínversk stjórnvöld um uppruna veirunnar. Þau máttu vita að veiran varð fremur til í rannsóknastofu en á kjörmarkaði. Ef pabbi Britneyjar er djöfull í mannsmynd sem hugsar um það eitt að græða á dóttlunni og fer með hana eins og hvern annan varning er samsæriskenningin líklega sönn. En ef faðirinn er eins og feður flestir og hugsar um velferð dóttur sinnar og Britney er alvarlega andlega veik er samsæriskenningin tæplega sannleikanum samkvæmt. Í samskiptum fólks, ekki síst náinna, er veruleikinn meira grár en svart-hvítur.
Tilfellið er að veruleikinn er að stórum hluta ósannanlegur. Einföld fyrirbæri, til dæmis suðumark vatns, er hægt að sanna með tilraun. En samsettari þætti veruleikans, allt mannlífið, er ekki hægt að sanna í bókstaflegum skilningi þess orðs. Svo dæmi sé tekið þá vitum við ekki enn uppruna mannsins. Kenning Darwins er skásta skýringin, og höfð fyrir satt, en enn eru púsl að koma í leitirnar sem sýna að heildarskýring á þróun mannsins er ekki fyrir hendi.
Í menningunni er krafa um að vita flesta hluti fyrir víst. Ógrynni kenninga um stærri og smærri þætti tilverunnar berast okkur á leifturhraða. Það ærir óstöðugan að vinsa úr það sem líklega er satt og henda hinu sem trúlega er ósatt. Orðið samsæriskenning er viðsjált og rímar við viðsjárverða tíma. Það er svo auðvelt að lifa í blekkingu.
Samsæriskenning sem reyndist sönn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, eins og t.d. stöðugt að klifa á að Kínverjar hafi skapað og sleppt COVID-19 veiruni lausri af einskærri illsku.
Jónatan Karlsson, 27.6.2021 kl. 15:47
Þetta er stórmerkilegt mál, Jónatan, eðlilegt að fólk hafi áhuga á því. Svo ætti frekar að segja að fólk komi sér ekki saman um hvaða samsæriskenning er rétt í þessu máli. Þetta leit öðruvísi út þegar vísindamenn viðurkenndu ekki þær niðurstöður sem bentu til að fiktað hafi verið við veiruna, hún búin til. Nú eru þeir almennt farnir að viðurkenna það, æ fleiri. Sjálfur Joe Biden núverandi forseti Bandaríkjanna sem var á móti öllu slíku tali og taldi það þvælu úr Trump og hans fólki hefur skipt um skoðun. Það er ekki neitt lítið.
Úr því að vísindin styðja þá kenningu sem ekki er lengur samsæriskenning heldur staðfestur grunur og allt að því sönnuð staðreynd, fer fólk að leita hvaða tilraunastofa þetta var sem þetta var búið til í. Tilraunastofan í Wuhan er langsamlega nálægust fyrsta smitstaðnum, ekkert nema eðlilegt að böndin berist þangað.
Leikritið sem var sett á svið 1945 og allar götur síðan er loksins orðið opinberlega hlægilegt og rangt, glæpsamlegt. Þessar kerfisbundnu útrýmingar með þessari veiru eru ekki það eina, hægt er að rekja sig aftur. Bæði vinstriflokkar og hægriflokkar verða að taka mið af þessum breytta veruleika. Ekki er víst að kosninganiðurstöðurnar í haust endurspegli þennan breytta veruleika. Af sömu ástæðu, fólk er notað sem drónar, keyrt áfram í þekkingarleysi og blekkingum.
Ekki er ég viss um að veiran hafi verið fundin upp í Kína. Bill Gates hefur talað eins og það þurfi að fækka mannkyninu. Aldrei í mannkynssögunni hefur tal um samsæri verið eins sennilegt, því FYRIRTÆKIN VINNA SAMAN, eru í eigu sömu aðila oft, það er ALÞJÓÐAVÆÐINGIN.
Þetta eru stórfréttir og ekki hægt að gera lítið úr þeim.
Ingólfur Sigurðsson, 27.6.2021 kl. 23:04
Það er eðlilegt og auðskilið að fremsta stórveldi jarðar beiti öllum brögðum gegn áskorandanum og ekkert við því að segja.
Jónatan Karlsson, 28.6.2021 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.