Miðvikudagur, 16. júní 2021
Katrín: EES er lélegur samningur
Katrín forsætis varð að biðja von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að gleyma ekki Íslandi þegar þær stöllur hittust.
Samskipti Íslands og Evrópusambandsins fara í gegnum EES-samninginn. Á seinni árum ber æ meira á því að ESB lítur á Ísland sem hjálendu sína. Þriðji orkupakkinn er eitt dæmi og bann á bóluefnum til Íslands í farsóttinni er annað.
Með því að biðja von der Leyen vinsamlegast að gleyma ekki Íslandi er Katrín í raun að viðurkenna að EES-samningurinn þjónar ekki tilgangi sínum.
Evrópusambandið reyndi að beita Sviss sömu aðferð og Íslandi, og Noregi, sem einnig er í EES, en komst ekki upp með það. Sviss hafnaði að verða hjáríki ESB og byggir samskipti sín við sambandið á tvíhluta samningum.
Eftir Brexit fóru Bretar sömu leið og Svisslendingar, byggja á tvíhliða samningum. Bretar skoðuðu EES-samninginn og komust að raun um að hann gerði Bretland að hjáríki Evrópusambandsins.
Öll vötn falla til Dýrafjarðar. Ísland þarf að segja upp EES-samningnum og gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið í staðinn.
Athugasemdir
Hei! Katrín vor lady,"engin betlikerling viljum við vera" ---
Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2021 kl. 14:38
Vesælt er nú þetta. Við höfum litla sjálfsvirðingu þegar kemur að skiptum við þetta stórveldabandalag Frakka og Þjóðverja.Litlu þjóðirnar ráða akkúrat engu.
Verum bara sjálfstæð og segjum þeim að éta það sem úti frýs ef þeir eru með kjaft.
Halldór Jónsson, 16.6.2021 kl. 16:38
Þegar maður var að vinna við Rammaáætlanir ESB þá koma það margoft fyrir að Ísland gleymdist.
Ef ekki hefði verið olíauður Noregs þá hefði líka gleymst að leiðrétta og bæta við klásúlu um að ESS ríkin ættu líka að vera með í þessum rannsóknaráætlunum
Grímur Kjartansson, 16.6.2021 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.