Heiðarlegur Haraldur

Það er heiðarlegt af Haraldi Benediktssyni fyrsta þingmanni sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi að segja flokksmönnum sínum fyrirfram að hann muni ekki þiggja annað en fyrsta sætið á lista flokksins.

Haraldur sýndi stórmennsku þegar hann féllst á þau sjónarmið flokksformannsins, Bjarna Ben, að konu þyrfti í ríkisstjórnina og Þórdís Reykfjörð úr kjördæmi Haraldar fékk ráðherradóm.

Þegar valið er á lista alvöru stjórnmálaflokka fer í oddvitasætið sá sem flokksmenn vilja leiðtoga flokksins í kjördæminu.

Nú vita sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi að hverju þeir ganga. Heiðarlegt af Haraldi að tilkynna það áður en prófkjör gengur í garð.


mbl.is Haraldur mun ekki þiggja annað sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það geislar af honum heiðarleikinn eða þannig les ég hann,þótt ekki gæti ég valið hann í prófkjöri. En ég hef rétt til þess í Kópavogi og ég veit nákvæmlega hvað erfitt er fyrir nýliða að taka þátt í Kraganum ,eins og Karen Halldórsdóttur og minni á að Jóni Gunnars var ekki að keppa um efstu sætin þegar hann lagði í prófkjörs vegferð í fyrstu.Allir þurfa sinn tíma til að kynna sig og þá mjakast þetta áfram.

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2021 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband