Þriðjudagur, 15. júní 2021
Persónuvernd lekur í RÚV
Í stríði RÚV gegn Samherja er ekkert heilagt. Moldvarpa RÚV hjá Persónuvernd færði hagsmunahópnum á Efstaleiti þær upplýsingar í gær að Samherjamaður hafi leitað til Persónuverndar vegna einkahagsmuna.
,,Samkvæmt heimildum fréttastofu," segir í frétt RÚV.
Það liggur í augum uppi að heimild RÚV getur ekki verið önnur en starfsmaður Persónuverndar.
Stofnunin þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum. Annars er Persónuvernd ekki hæf til persónuverndar.
Athugasemdir
Nú varst þú of fljótur á þér Páll
Hvorki Persónuvernd né Héraðssaksóknari tengja þessa kvörtun við Samherja
en sá sem skrifar fréttina lætur það vissulega líta þannig út
Grímur Kjartansson, 15.6.2021 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.