Nató, Rússland og Kína

Nató þvingaði Rússland í fangið á Kína með ágangi á vesturlandamæri Rússa. Þar er Úkraína skýrasta dæmið. Í stað þess að friðmælast við Rússland eftir kalda stríðið tóku vesturlönd upp herskáa stefnu gagnvart Rússum.

Náið bandalag Rússlands og Kína þjónar ekki vestrænum hagsmunum. Þegar Stoltenberg Nató-stjóri segist ekki í köldu stríði við Kína er hann óbeint að viðurkenna mistök í Rússlandsstefnu vesturlanda síðustu 30 ár.

Í Bandríkjunum eru samtök, US-Russia Accord, sem vinna að betri samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Í opnu bréfi, m.a. undurrituðu Jack F. Matlock, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum, er hvatt til vinsamlegri samskipta við Rússa.

Evrópuríki, þau sem starfa innan ESB, eru einnig að vakna til vitundar um skynsemi þess að leggja Rússagrýluna á hilluna.

Vonum seinna. 


mbl.is Heimsbyggðin ekki á barmi kalds stríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svo sannarleega eru Rússar okkur þóknanlegri og skyldari í hugsun  en Kínverjinn

Halldór Jónsson, 15.6.2021 kl. 08:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki líkar mér afskipti Nato af Ukraínulandamærum.Obama endurborinn í Biden.

Halldór Jónsson, 15.6.2021 kl. 11:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Skyldu Evtrópusbandalagssinnarnir í landsöluflokkunum Viðreisn og Samfylkingu vera jafngraðir að ganga í ESB ef Hitler veæri aftur kominn til valda í Þyskalandi og búið að afnema allt neitunarvald í bandalaginu eins og nú á að gera?

Halldór Jónsson, 15.6.2021 kl. 11:16

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Merkilegt að sjá í hvaða átt rétttrúnaðarskrif höfundar og hans slektis er á leið á.

Höfundur er líklega orðinn hallur undir einhvers einn leiðtoga, minna lýðræði og þeir sem tala gegn þeim sterka eru taldir vondir, í það minnsta alls ekki samherjar.

Gott og vel, það er hans. 

Á meðan hef ég alls ekki einn einasta áhuga á einu samstarfi eða viðskiptum við þjóðir sem afneita lágmarksmannréttindum, þá að geta ekki mótmælt yfirvöldum á friðsamlegan hátt og að geta verið samkynhneigður.

Líkega vill höfundur hvorugna hópinn sjá eða hans slekti, það er þeirra.

Gott svo fyrir þá sem enn vilja trúa því að uppreisnin í Ukraínu 2014 hafi verið undirbúin og framkvæmd af Nato og ESB hljóta að vita síðan þá er búið að kjósa nýja forseta og þá var ekki að sjá þeir sem vildu fara aftur í gamla farið sem Yanukovych stýrði.

En nei, þá gildir rétttrúnaðurinn hjá höfundi og miðli er rímar við flögu.

Ein hlið og ein hlið aðeins. 

Á meðan studdi höfundur hertöku á Krímskaga.

Þvílíka Lundarreykjadalskjaftæðið.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.6.2021 kl. 11:33

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sigfús Ómar 
Þeta er ljóta þvælan í þér maður.
Það er leikur einn að vera samkynhneigður í Rússlandi enda er þar fjölbreitt afþreing fyrir slíkt fólk.
Rússum er hinsvega illa við að hommar ,lesbíur og transfólk sér kjá framann í smákrakka.
Í þessum efnum eru stjórnvöld þar ívið mildari enn þjóðin.

Krímskagi var ekki hertekinn. Fólkið þar kaus að sameinast Rússlandi ,enda hefur hugur þeirra alltaf staðið til þess.
Valdaránið 20124 varðð síðan til þess að þessi langþráði draumur varð að veruleika.
NATO dindlarnir eru hinsvegar frávita af reiði af því til stóð að henda Rússum út úr herstöðinni í Sevastapol.
Íbúar Krímskaga voru að sjálfsögðu ekki tilbúnir að samþykkja slíka fyrru og gengu Rússum á hönd.
.
Íbúar Rússlands geta mótmælt að villd en um það gilda reglur eins og annarstaðar.
Rússum,bæði yfirvöldum og öðrum, er hinsvega afar illa við að erlendar leyniþjónustur séu að gera út málaliða til að koma á upplausn í landinu.
Svo vel vill til að Navalny er bæði þjófur og fasisti þannig að hann endaði réttilega í fangelsi.
Vestræn ríki hafa gjarnan samneyti við slíka menn í seinni tíð.

Auðvitað var valdaránið í Úkrainu skipulagt og stutt af NATO og ESB.
Ég man ekki betur en að öll þessi ríki hafi átt fulltrúa þar og þeir beinlínis staðið upp á kassa á Maidan og hvat til óeirða.
Þar voru Merkel og Hollande ásammt pólska forsætisráðherranum sem ég man ekki hvað hét.
Þar var líka John McCain og Victoria Nuland með kökurnar sínar.
Talandi um að hafa afskifti af innanríkimálum annarra ríkja.

Borgþór Jónsson, 15.6.2021 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband