Mánudagur, 14. júní 2021
Þingmenn Samfylkingar á krísufundi RÚV: hjálp frá útlöndum
Fréttamaður RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands, efndi til fundar í Norræna húsinu í dag fyrir hönd Helga Seljan og hagsmunahópsins á Efstaleiti. Í kynningu á heimasíðu BÍ er ekkert farið í grafgötur með tilganginn. Þar segir: ,,Hafa blaðamenn á hinum Norðurlöndunum upplifað viðlíka árásir á fréttamenn og Samherji hefur ástundað?"
Krísufundur RÚV var fámennur, kannski um 30 manns. Um 40 manns fylgdust með í beinni útsendingu á Facebook.
Fundurinn var á ensku, enda ætlaður til útflutnings að útmála Ísland sem spilltasta ríkið á Norðurlöndum, líkt og er sérstakt áhugamál hagsmunahópsins á Efstaleiti.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingar var með ákveðið hlutverk í sviðsetningunni. Hún sat við hlið Helgu Völu og stóð upp þegar Helgi Seljan hafði flutt sína útgáfu af Samherjamálinu. Rósa Björk byrjaði á því að líkja Samherjamálinu við morðið á blaðakonu á Möltu fyrir nokkrum árum, jafn smekklegt og það er. Rósa Björk vakti athygli á því að stjórnvöld á Möltu tóku ekki til við að rannsaka morðið fyrr en eftir alþjóðlegan þrýsting. Síðan spurði þingmaður Samfylkingar hvort og hvernig mætti setja alþjóðlegan þrýsting á íslensk stjórnvöld í deilu RÚV við Samherja.
Aud Lise Norheim sendiherra Noregs stjórnaði þessum fundarlið. Hún áttaði sig strax á því að hér var þingmaður á alþingi Íslendinga kominn á hættulega braut, að biðja um alþjóðlegar aðgerðir gegn eigin stjórnvöldum, og sagði að þetta atriði mætti ræða á eftir í móttökunni - þegar engin upptaka væri í gangi. (Aud Lise, nefndi ekki þetta með upptökuna, en hún er líka diplómat).
Kosningabarátta Samfylkingar stendur og fellur með bandalaginu við RÚV. Samfylkingin og Píratar, Viðreisn að nokkru marki, gera gott mót í september ef það tekst að telja þjóðinni trú um að Ísland sé spilltasta ríki Norðurlandanna.
Krísufundur RÚV í Norræna húsinu í dag var til að leiða saman helstu hagaðila vinstrimanna, vinstriflokka á þingi og hagsmunahópinn á Efstaleiti.
Fyrirsögnin á frásögn RÚV er þessi: Norræn ríki í fremstu röð en Ísland eftirbátur þeirra.
Athugasemdir
Einsog maðurinn sagði
RUV birtir sjaldan jákvæðar fréttir og aldrei neitt jákvætt sem tengist sjávarútvegi
Grímur Kjartansson, 14.6.2021 kl. 21:35
Kommapakkið breytist ekkert ár frá ári. Helgi Seljan er óþverri í sínum aðferðum og á ekki samúð mína að minnsta kosti.Af hverju má ekki Samherji verja sig gegn árásum svona tyrðils eins og Helga Seljans sem batnatr ekki þó Rósa Björk flokkssvikarinn og Helga Vala þingvalladóninn sitji á sviðinu með honum.
Halldór Jónsson, 14.6.2021 kl. 21:41
Æji, það er e-ð svo huggluegt að sjá höfundur og kórinn hans eru kveðnir í kútinn.
Þá koma einsöngvarara eins og "Grímur Kjartansson" og kveður sinn reglulega níð, níð bara um e-ð. Núna er það rant eins og "aldrei neitt jákvætt um sjárvarútveg". Téðum söngvara er fyrirgefði, hann auðvitað nýtur ekki góðrar dagskrár RÚV, við flest öll eða um 70% þjóðar gerum oft og reglulega. Ef hann gerði þá, þá hefði hann séð þessa fínu frétt um aukið aflaverðmæti: https://www.ruv.is/frett/2021/06/09/aflaverdmaeti-43-milljardar-a-fyrsta-arsfjordungi
Kannski blindir fái sýn, þó síðar verði.
Hinn söngvarinn, "Halldór Jónsson" er náttúruleg hundfúll enda flokkurinn hans að hafna dóttur hans rækilega í prófkjöri þar sem allir voru í framboði nema einn sem fékk "rússneska kosningu". Svo skammar hann aðra að vera "kommar".
Á meðan sleikir hann fýluna og sárin eftir framgang dótturinnar sem aldrei varð....
Ekki myndi ég borga mig inn á þessa kóræfingu. Frekar haldið mig heima og horft á alvöru þátt um loftslagsbreytingar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.6.2021 kl. 23:00
Að vanda og samkvæmt Samfylkingar uppskriftinni hefur Sigfús Ómar ekkert til málanna að leggja annað en níð um einstaklinga og skítkast.
Ragnhildur Kolka, 15.6.2021 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.