Tölvur, veður og loftslag - og skáldskapur

Tölvur spá fyrir um veður. Við fáum þokkalegar spár tvo til fjóra daga fram í tímann og líklegt veður næstu 5-7 daga. Eftir það ágiskanir.

Tölvur, réttara sagt tölvumódel, spá hnattrænni hlýnun næstu áratugi vegna koltvísýrings, CO2. Um 750 gígatonn CO2 eru í andrúmsloftinu, maðurinn ber ábyrgð á þrem prósentum, já 3%, af því magni.

En það er ekki koltvísýringur sem skiptir mestu máli um hlýnun/kólnun jarðarinnar heldur vatnsgufa sem er til muna áhrifameiri gróðurhúsalofttegund en CO2.

William Happer, fyrrum prófessor við Princeton-háskóla, útskýrir á 5 mín. samhengið milli tölvumódela og loftslagsins og hvers vegna módelin eru fremur skáldskapur en vísindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það eru að koma kosningar og eina stóra kosningamálið á að vera framtíð þessarar þjóðar, sjálfstæði hennar eða hjáleigusambandið við Brussel.

En verður ekki, því þegjandi þögnin er meðal stjórnmálastéttarinnar að ræða ekki þetta grundvallarmál, og njóta til þess góðs stuðnings helstu fjölmiðla þjóðarinnar.

Þá eru fá eftir góðu ráðin sem eru dýr, eitt af þeim er samt styrkur Tilfallandi athugasemda, sem munu verða ötul í komandi baráttu.

En þá spyr maður sig til hvers ertu ítrekað að reyna að fífla lesendur þína með því að taka undir samsæriskenningar um að alþjóðlega vísindasamfélagið sé undir hælnum á kínverskum stjórnvöldum líkt og nýlegar færslur þínar um kovid veiruna og uppruna hennar eða með því að vitna í þetta myndband Williams Harper, manns sem ákvað að hafa það gott í ellinni með því að selja olíurisunum vestra sálu sína, gekk þar í fótspor margra virtra vísindamanna sem höfðu leikið sama leikinn í þágu tóbaksrisanna á sínum tíma.

Þegar einhver vísindamaður slær því fram að ekki sé hægt að segja til um veður fram í tímann, þá er ljóst að viðkomandi er að bulla, langtímaspár eru alltaf að verða nákvæmari, ekki bara vegna aukinnar þekkingar á áhrifaþáttum veðurfars sem og byltingar í upplýsingaöflun, heldur ekki hvað síst vegna þess að reiknigeta ofurtölva hefur margfaldast síðustu árin, þar var akkilesarhællinn.

En eitt er að bulla, annað er að ljúga, og það er rangt hjá Harper að fullyrða að lofslagslíkön hafi ekki virkað í fortíðinni, virki ekki í dag og muni ekki virka í framtíðinni. (Long term climate models don´t work; past, present, future).  Það að spá sé ófullkomin vegna óvissuþátta og skorts á þekkingu á samspili og orsakasamhengi, er ekki það sama að spáin sé röng, og að hún verði alltaf röng þrátt fyrir aukna tækni og þekkingu.

Lofslagsmódel hafa spáð fyrir um þá hlýnun jarðar sem hefur sannarlega átt sér stað síðustu þrjá áratugina eða svo, ekki bara þá sem hefur orðið í andrúmsloftinu og við köllum hitastig jarðar, heldur líka um þá hlýnun sem hefur orðið í djúpsjónum.

Svona láta vísindamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega ekki út úr sér Páll, og þú sjálfsagt undir áhrifum af Rúv, dreifir bullinu og lyginni, og skammast þín ekkert fyrir það. 

Svo áttir þú að lesa greinina sem þú vitnaðir í um magn koltvísýrings í andrúmsloftinu, þá hefðir þú lesið þetta í niðurlagi hennar.

"The rest remains in the atmosphere, and as a consequence, atmospheric CO2 is at its highest level in 15 to 20 million years (Tripati 2009). (A natural change of 100ppm normally takes 5,000 to 20,000 years. The recent increase of 100ppm has taken just 120 years).

Human CO2 emissions upset the natural balance of the carbon cycle. Man-made CO2 in the atmosphere has increased by a third since the pre-industrial era, creating an artificial forcing of global temperatures which is warming the planet. While fossil-fuel derived CO2 is a very small component of the global carbon cycle, the extra CO2 is cumulative because the natural carbon exchange cannot absorb all the additional CO2.".

Kallast þetta eiginlega ekki að skjóta sig í fótinn??

 

Þetta snýst nefnilega um jafnvægið og viðbótina, því er það klár fölsun að setja hlutina upp eins og þú gerðir hér að ofan Páll. 

 

Um slík vinnubrögð má lesa um í nýjasta pistli Tilfallandi athugasemda.

 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.6.2021 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband