Mánudagur, 14. júní 2021
Fleiri falsfréttir á Íslandi en Noregi - hvers vegna?
,,Íslendingar eru talsvert líklegri en Norðmenn til þess að rekast á falsfréttir," segir í viðtengdri frétt. Um þriðjungur Íslendinga ,,segist hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga."
Hvers vegna ætli það sé?
Getur verið að hér á Íslandi starfi ríkisfjölmiðill sem tekur upp á arma sína glæpamann sem hefur drukkið, dópað og vændiskeypt sig í gegnum afrískt smáríki og geri hann að siðapostula? Enginn slíkur ríkisfjölmiðill finnst í Noregi.
Getur verið að á Íslandi sé ríkisfjölmiðill hvers fréttamaður er dæmdur fyrir alvarlegt brot á siðareglum en yfirstjórn miðilsins gefur út yfirlýsingu að fréttamaðurinn megi áfram valsa um og framleiða þráhyggjufréttir að vild? Ekkert viðlíka í Noregi.
Getur verið að ritstjórn íslensks ríkisfjölmiðils geri út fréttamann til að yfirtaka samtök blaðamanna og beita samtökunum í áróðursstríði ríkisfjölmiðilsins? Engin dæmi um það í Noregi.
Getur verið að íslenskur ríkisfjölmiðill geri samsæri við opinbera stofnun um að knésetja atvinnufyrirtæki sem hagsmunahópur ríkisfjölmiðilsins hefur andúð á? Gerist bara á Íslandi, ekki í Noregi.
Þegar ríkisfjölmiðill býr til falsfréttir á færibandi er engin furða að almenningur rekist á falsfréttir í meira mæli en í öðrum löndum og myndi sér ,,sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga."
Fleiri rekast á falsfréttir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðar spurningar!
Benedikt Halldórsson, 14.6.2021 kl. 10:52
það er von að se spurt .þetta er alveg með ólikindum frettamennska !
rhansen, 14.6.2021 kl. 11:23
er rúv ekki eini fjölmiðilinn sem er með aftökudeild til að taka óæskileg fyrirtæki af lífi ?
Emil Þór Emilsson, 14.6.2021 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.