Fimmtudagur, 10. júní 2021
Engin leið að spá sumarveðri - en hlýrra eftir 75 ár
Í dag er 10. júní og gamalreyndur veðurfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir sumarveðrinu. Það sé of mikil ,,óreiða og breytileiki" í veðurfarinu.
En hvernig getur fólk sagt að það verði hlýrra eftir 75 ár? Jú, ef það trúir á manngert veðurfar. Koltvísýringur,CO2, er 0,04% af andrúmsloftinu. Af öllum koltvísýringi í andrúmsloftinu ber náttúran ábyrgð á 97 prósentum en maðurinn afganginum. En við eigu að trúa því að framlag mannsins, 3% af 0,04%, skipti sköpum.
Grænland var 1,5 gráðu hlýrra á miðöldum en í dag, segir danski vísindamaðurinn Jorgen Steffenson. En það er einmitt 1,5 gráða á celcius sem ,,óttast" er að heimurinn hlýni um til næstu aldamóta. Þ.e. ef fólk hættir ekki að nota bensínsláttuvélar og fær sér orf og ljá í staðinn.
Þeir sem trúa á alheimshlýnun af mannavöldum eru með sérstaka netvarðliða til að kæfa umræðu um hina einu sönnu réttu trú.
En veðrið, sem sagt, einkennist af ,,óreiðu og breytileika". Loftslag er ekkert meira en veðurfar yfir langan tíma, 30 ár eða lengur. Og ef ekki er hægt að spá fyrir veðri næstu vikur er ekki hægt að spá fyrir hlýnun eða kólnun næstu áratugi.
Þar fyrir utan þá veit enginn kjörhita jarðarinnar. Einfaldlega vegna þess að kjörhiti jarðarinnar er ekki til. Við ættum að vara okkur á sérfræðingum er þykjast vita um eitthvað sem ekki er til.
![]() |
Engin leið að spá fyrir um sumarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú farið að falla á -vísindin hafa talað - orðræðuna. Ekki síst núna þegar fólk hefur séð hve auðveldlega mátti kaupa vísindamenn til að blekkja almenning í tengslum við Wuhan veiruna.
En trú er trú. Og áfram munu heittrúaðir berja höfðinu við stein.
Ragnhildur Kolka, 10.6.2021 kl. 15:59
Hvers lags rugl er þetta!
Auðvitað er kjörhiti jarðarinnar sá hiti sem lífríkið hefur aðlagast.
Án gróðurhúsalofttegunda væri meðalhiti á jörðinni um 18 stiga frost, varla væri hægt að kalla það kjörhita.
CO2 er gróðurhúsalofttegund, sýnt var fram á það fyrir nær 200 árum. Það hefur frá upphafi haft áhrif á veðurfarið á jörðinni enda þótt landslag, hafstraumar og ótalmargt annað komi við sögu.
Satt er það, erfitt er að spá fyrir um hvernig veðrið verður eftir viku, en ef CO2 styrkur loftsins verður helmingi meiri eftir 75 ár, má fullyrða að þá ríki ekkert "kjörhitastig" á jörðinni.
Og loks, svo að vitnað sé í Jörgen Steffensen, þá hefur hann sýnt fram á að hitastigið hefur oft sveiflast á milli norður- og suðurhvels jarðar, en varla er það vegna gróðurhúsaáhrifa.
Hörður Þormar, 10.6.2021 kl. 20:03
Kjörhitastig eða kjör sýrustig sjávar er ekki til því við höfum engar mælingar frá upphafi jarðar.
Hörður kemur samt með lykilorðið sem loftlagssinnar missa alveg af - aðlögun. Þeir gleyma að gera ráð fyrir aðlögun mannsins. Hörður ætti kannski að lesa Vilhjálm Vilhjálmsson um ferðalög hans á norðurslóðir og að lifa á ísjaka í nokkrar vikur.
Þá kannski sér hann loftlagsmálin í "réttu" ljósi
Rúnar Már Bragason, 10.6.2021 kl. 21:27
Rúnar Már.
Ekki kannast ég við ferðalög Vilhjálms Vilhjálmssonar og dvöl hans á ísjaka, en hinsvegar rámar mig í frásagnir Vestur-Íslendingsins og heimskautafarans, Vilhjálms Stefánssonar, af norðurslóðum.
Vilhjálmur Stefánsson kunni vel að spjara sig og aðlaga sig að umhverfinu. En hvað verður um hvítabirnina o.fl. dýr sem lifa á þessum slóðum ef allur hafísinn bráðnar?
Lífríkið er nefnilega meira en mannskepnan.
Hörður Þormar, 10.6.2021 kl. 23:39
Verður lífríki ekki að aðlaga sig aðstæðum alveg ein sog maðurinn hefur gert?40.000 fíflin í París skilda það alls ekki sem Darwin sagði um survival of the fittest.Hvítabjörn sme lifir í kælivél í dýragarði er bara kúríósum eins og risaeðlurnar. Lífið veðrður að aðlaga sig umhverfinu. Af hverju er jörðin að ropa upp hrauni á Reykjanesi.? Hvað er hún að leiðrétta? Eitthvað sem Gréta Thunberg sagði?
Hvað ætlar Katrín Jakobs, gustukaforsætisráðherra skynseminnar hjá þeim alvörustjórnmálamönnum Bjarna og Sigurði Inga sem sáu nauðsynina á stjórnarmyndun hvað sem allri sérvisku liði og keyptu einfaldlega kommana sem hjól undir vagninn sem þjóðina vantaði.
Halldór Jónsson, 11.6.2021 kl. 01:05
Þar brást minnið mitt og ég feðraði Vilhjálm rangt, biðst velvirðinga á því.
Hörður, í stað þess að svara um aðlögun þá beinist spurningin um misaðlögun þe. að dýrin nái ekki að aðlagast. Samkvæmt Al Gore ættu ísbirnir að vera útdauðir en lítið bólar á þeirri staðhæfingu. Á sama hátt leiðir þú líkur að því að lífið aðlagist ekki breytingum sem þýðir að líf þróast ekki.
Rúnar Már Bragason, 11.6.2021 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.