Fimmtudagur, 10. júní 2021
Jóhannes uppljóstrari: Ég er leiðtoginn og kann á Namibíu
Ég er leiðtoginn í þessu verkefni og svara fyrir mínar gjörðir gagnvart eigendum. Þeir sem ekki fylgja reglunum verða teknir úr liðinu. Eigum við ekki að segja sumir fá núna gult spjald, í það minnsta áminningu.
Á þessa leið skrifar Jóhannes uppljóstrari Stefánsson í tölvupósti til Íslands 20. september 2015. Jóhannes stjórnaði Namibíu-verkefni Samherja og hefur játað á sig fjölmörg afbrot í starfi s.s. mútugjafir til namibískra ráðamanna, eins og fram kemur í Namibíuskjölunum.
En núna segir Jóhannes að hann hafi aðeins unnið samkvæmt fyrirskipunum frá Íslandi. Áður leiðtogi en núna starfsmaður á plani.
Viku seinna, 27. september 2015, skrifaði Jóhannes aftur heim og sagði að Samherjafólk á Íslandi héldi að hægt væri að stunda viðskipti í Namibíu eins og í hverju öðru Evrópulandi. Svo væri alls ekki.
En núna vill Jóhannes að við trúum þeirri sögu að hann hafi verið strengjabrúða Samherja í Namibíu og fjarstýrt frá Íslandi.
Sá sem situr á skrifstofu í Glerárgötu á Akureyri býr ekki til viðskiptasambönd í Namibíu með tölvupóstum. Menn þurfa að vera á staðnum. Rétt eins og uppljóstrarinn sagði áður en hann gekk í þjónustu hagsmunahópsins á Efstaleiti, sem vill fá sitt Jóhannesarguðspjall ómengað af öðru en Samherjahatri.
Athugasemdir
Spurning til höfundar: Er hann tekinn við nýju starfi sem deildarstjóri ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.6.2021 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.