Ef fjölmiðlar eru fávitar, þá má ég vera fáviti

Hild­ur Lilliendahl Viggós­dótt­ir og Odd­ný Arn­ars­dótt­ir sökuðu tvo unga menn um þaul­skipu­lagðar nauðgan­ir í íbúð í Hlíðahverfi í Reykja­vík. Þær voru dæmdar fyrir meiðyrði á tveim dómsstigum.

Oddný vildi að hæstiréttur endurskoðaði niðurstöðu héraðsdóms og landsréttar. Rök Oddnýjar eru athyglisverð. Þau eru, samkvæmt meðfylgjandi frétt:

Hún seg­ir um­fjöll­un fjöl­miðla hafa verið óvægna [þ.e. um meint nauðgunarmál] og til þess fallna að al­menn­ing­ur, þar með talið hún, hefðu dregið ýms­ar álykt­an­ir og þaðan hefðu um­mæl­in sprottið.

Á mannamáli þýðir þetta að ef fjölmiðill fer offari í umfjöllun þá er allt í lagi að koma í kjölfarið og bæta um betur.

Röksemdin fer nokkuð nærri því að segja að fólk beri ekki ábyrgð á eigin orðum.

Að Oddnýju, og væntanlega lögmanni hennar, skuli detta í hug þessi röksemdafærsla segir svolítið um samtímamenninguna. Maður ber ekki ábyrgð á eigin orðum, nei, sei, sei. En svo sannarlega hefur maður full mannréttindi til að tjá sig - bara án ábyrgðar.

Orð án ábyrgðar eru í grunninn merkingarlaus. Sá sem kennir öðrum um orð sín lýsir sig ósjálfráða. Ekki sniðug málsvörn fyrir þátttakendur í umræðu. Annað gildir um þá sem taka þátt í galdrabrennum undir yfirskini umræðu.

 


mbl.is Hæstiréttur tekur ekki fyrir ummæli í Hlíðamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Ég er að vona að galdrabrennur komist ekki í tísku aftur

Emil Þór Emilsson, 8.6.2021 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband