Mánudagur, 7. júní 2021
Femínisti bannaður á Twitter
Naomi Wolf er þekktur bandarískur femínisti. Reikningi hennar á Twitter var lokað, segir BBC, þó ekki vegna femínískra staðhæfinga.
Wolf, sem sagt, er sökuð um að dreifa rangfærslum um bólusetningar við Kínaveirunni.
Fyrir skemmstu mátti ekki segja á Twitter, og heldur ekki á Facebook, að uppruni veirunnar væri á rannsóknastofu í Wuhan í Kína, en ekki kjötmarkaði. Tæknirisarnir og kínversk stjórnvöld voru sammála um að tilgátan um rannsóknastofuna væri bannorð.
Nú er komið á daginn að uppruna veirunnar má að öllum líkindum rekja til rannsóknastofu. Afleiðingarnar verða heimspólitískar, segir dálkahöfundur Telegraph.
Rangfærslur Wolf um bóluefnið eru, samkvæmt BBC, að öllum líkindum einmitt það, rangfærslur. En það þóttu líka allar kenningar um að Kínaveiruna mætti rekja til rannsóknastofu. Þangað til að þær reyndust (líklega) sannar.
Tæknirisar eins og Twitter og Facebook eru ekki heppilegustu aðilarnir til að ákveða hvað er rétt og hvað rangt.
Athugasemdir
Sannleiksráðuneytið hefur nú heimilisfestu í Facebook, Twitter, YouTube og Google. Þar til blekkingin er rekin ofan í kok á þeim fær sannleikur þeirra einn at blive. En það gæti farið að fjara undan þessum rísum. Í bréfaskriftum Fauci fundust nefnilega samskipti við FB-pabbann Zuckerberg sem benda til samráðs um þöggun uppruna Wuhan-veirunnar. Þar með er einkafyrirtækid að ganga opinberra erinda og þá skaðabótaskylt gagnvart þeim sem það þaggaði niður í. Og þeir voru ófáir.
Allir vita hve málshöfðunarglaðir Kanarnir eru.
Ragnhildur Kolka, 7.6.2021 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.