Fimmtudagur, 3. júní 2021
Vísindamaður útskýrir loftslagsumræðuna
Judith Curry er loftslagsvísindamaður. Sem sagt ekki aðgerðasinni, ekki embættismaður alþjóðlegrar stofnunar, ekki launaður talsmaður hagsmunaaðila og ekki stjórnmálamaður. Heldur vísindamaður.
Í 15 mínútna fyrirlestri útskýrir Curry loftslagsumræðuna á mannamáli (þ.e. ensku mannamáli). Það er nóg að hlusta á fyrstu 4 mínútur fyrirlestursins en næstu 11 eru líka áheyrnarinnar virði.
Áður en þið farið með bænirnar í kvöld ættuð þið að gefa ykkur 4 til 15 mínútur að skilja loftslagsumræðuna.
Hér er hlekkur á fyrirlesturinn.
Athugasemdir
Páll,það er góð uppástunga að fara með bænir svona líka illa úfin út í ráðamenn ofl og bið þá aftur núna,með þökk fyrir þessa færslu sem er VÍS-bending.
Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2021 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.