Fimmtudagur, 3. júní 2021
Sigmundur Davíð skorar bótaflokkana á hólm
Danir tók fyrir það í dag að útlendingar sæki landið heim til að fá alþjóðlega vernd og framfærslu frá danska ríkinu. Útlendingar stunda það að kaupa far hjá glæpagengjum til Íslands og sækja um alþjóðlega vernd. Hér á landi eru bótaflokkar, bæði innan þings og utan, sem berjast fyrir fríu fæði og húsnæði til útlendinga á kostnað íslenskra skattgreiðenda.
Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, er góðu heilli á annarri skoðun. Í dag spurði hann dómsmálaráðherra hvort ekki stæði til að fara dönsku leiðina - leið danskra jafnaðarmanna - og stemma stigu við misnotkun á kerfinu.
Áslaug Arna dómsmálaráðherra talaði fyrir hönd bótaflokkanna á alþingi. Sem minnir okkur á að Miðflokkurinn þarf að koma sterkur út úr þingkosningunum í september.
Athugasemdir
Ragnhildur Kolka, 3.6.2021 kl. 17:09
Mestu mótmælin hafa komið frá lögfræðingum
enda ansi margir þeirra sem missa spón úr aski sínum fækki hælisleitendum
Grímur Kjartansson, 3.6.2021 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.