Sunnudagur, 30. maí 2021
Biðst RÚV afsökunar?
Samherji biðst afsökunar á því að starfsmenn fyrirtækisins hafi farið offari í að verja það árásum hagsmunahópsins á Efstaleiti.
Í framhaldi má spyrja hvort RÚV biðjist afsökunar að hafa falsað gögn um Samherja, brotið siðareglur og efnt til samsæris við aðra ríkisstofnun, Seðlabanka Íslands, um að koma höggi á Samherja?
Mun hagsmunahópurinn á Efstaleiti sjá að sér og biðjast afsökunar?
Samherji biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hrokafull afsökunarbeiðni
Óskar Kristinsson, 30.5.2021 kl. 17:47
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að afsökunarbeiðnir skili engu. Allra síst afsökunarbeiðni til fólks sem kann ekki að skammast sín.
Ragnhildur Kolka, 30.5.2021 kl. 18:41
Afsökunarbeiðnin er góð
og vonandi taka báðir aðilar upp betra og vandaðra samtal í kjölfarið
líkt og tíðkast á milli siðaðra manna því
"orð eru til alls fyrst"
Grímur Kjartansson, 30.5.2021 kl. 21:01
Persónulegar skoðanir svokallaðra fréttamanna á RUV eru orðnar megininntak í mestöllum fréttaflutningi hjá ´´fréttastofu allra landsmanna´´.
Samherji er eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins. Fá, ef nokkur fyrirtæki hafa haft eins jákvæð áhrif til uppgangs hérlends atvinnulífs og Samherji. Til að ná þeim árangri dugði ekki að velkjast um í meðalmennsku og hugsa aldrei út fyrir rammann, heldur gera plön fram í tímann og tækla stöðuna hverju sinni, með tilliti til aðstæðna.
Forráðamenn Samherja hafa nú sett fram afsökunarbeiðni vegna varna sinna við illu umtali og á tíðum rógburði, vegna starfsemi sinnar, sem dælt hefur verið úr Efstaleitinu.
Vel má vera að persónuleg samskipti milli fólks sem bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti hafi verið beinskeytt og illvæg, en það ætti að vera hverjum manni ljóst að þau ummæli sem þetta fólk taldi sig geta haft sín á milli í trúnaði, áttu sér stað á lokuðum netsvæðum, sem okkur er hvern dag talin trú um að sé ekki hægt að nálgast, nema með ólöglegum hætti.
´´ Sá ykkar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.´´
Það hefur verið ekkert annað en ömurlegt að fylgjast með ´´ fréttaflutningi´´ af þessu máli undanfarið.
Hef ekki sagt mitt síðasta orð, en læt þetta duga í bili.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.5.2021 kl. 23:53
Ég er sammála Kolka, "never complain, never explain" sagði Disraeli og síðan Henry Ford ll. Töluð orð eru ekki aftur tekin.
Halldór Jónsson, 31.5.2021 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.