Sunnudagur, 30. maí 2021
RÚV, Facebook og tjáningarfrelsið
RÚV bannaði gagnrýni á fréttaflutning hagsmunahópsins á Efstaleiti í Samherjamálinu. Facebook bannaði gagnrýni í kínversk stjórnvöld í Kínaveirumálinu.
Nú snýr Facebook við blaðinu og leyfir umræðu um að Kínaveiran gæti verið manngerð, búin til á rannsóknastofu í Wuhan og fyrir mistök eða ásetning sleppt lausri á mannkynið.
Hvað gerir RÚV? Jú, sendir á vettvang þingmannsefni sem segir tjáningarfrelsi RÚV standa ofar tjáningarfrelsi annarra.
Þingmannsefnið, Sigmar Guðmundsson, segir:
Já, það mun verða heilög barátta hjá mér alltaf að standa vörð um almennt tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla til þess að segja frá án þess að það séu hagsmunaöfl að toga hlutina til og teygja.
Halló Hafnarfjörður, RÚV teygði og togaði heimildir til að fá það út að Samherji væri glæpafélag. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti falsaði skjöl, skipulagði falsfréttir og virkjaði síðan útlend hagsmunaöfl þegar upp komst um strákinn Tuma.
Sigmar kallar það ,,heilaga baráttu" að hagsmunahópurinn á Efstaleiti fái gagnrýnislaust að telja fólki trú um að hvítt sé svart. Ritskoðarar Facebook eru í smávegis tengslum við veruleikann. Sigmar og RÚV-arar alls engum.
ps
Það er svolítið sætt, sniðugt og afhjúpandi þegar Sigmar veitir í mbl.is-viðtalinu innsýn í hvernig fjölmiðlasamfélagið á Íslandi virkar. Sigmar segist hafa fengið þessi viðbrögð þegar tilkynnt var að hann yrði þingmannsefni:
En maður er bara að fá vinsamlega kveður og hvatningu. Allir kollegar mínir á RÚV og öðrum miðlum sem hafa haft samband við mig eru bara mjög hvetjandi með þetta.
Svo er reynt að telja okkur trú um að íslenskir fjölmiðlar séu sjálfstæðir. Þvílík firra. Þetta eru strákar og stelpur í vina- og hagsmunabandalagi þvers og kruss. Sást síðast í kjöri formanns Blaðamannafélags Íslands.
Leyfa færslur um að Covid-19 hafi verið manngerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigmar er kurteis og kemur vel fyrir. En hann er vondum félagskap fólks sem lifir í fölskum heimi lyga og sjónhverfinga. Hann er í lífstílsvinahóp vina og kunningja sem eru með samstillt augu og eyru í bak og fyrir. Vinafólkið segir A en meinar kannski B. Þykist sjá C þegar D blasir við öllum. Það talar einum fölskum rómi sem venjulegt fólk sér í gegnum. Auðvitað lokar lífstílsvinahópurinn á óþægilegar raddir og önnur sjónarmið. Það treystir ekki dómgreind almennings til að meta hvað er satt og logið, rétt og rangt.
Benedikt Halldórsson, 30.5.2021 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.