Fimmtudagur, 27. maí 2021
RÚV styrkir stöðu sína í pólitíkinni
Hagsmunahópurinn á Efstaleiti fer að stórum hluta með dagskrárvaldið hér á landi. RÚV stjórnar fréttaflutningi, ákveður hvað eru fréttir og undir hvaða formerkjum þær eru sagðar.
RÚV er rekið fyrir skattfé almennings. Hagsmunahópurinn er í óformlegum bandalögum við þingmenn og stjórnmálaflokka.
Sigmar Guðmundsson fer beint úr höfuðstöðvum RÚV á Efstaleiti í framboð fyrir Viðreisn. Hagsmunahópurinn styrkir stöðu sína.
Sigmar í framboð fyrir Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ágæti fréttamaður leggur í,ann krappan. Ég spái að Viðreisn tapi fylgi þar sem guðfaðir þess flokks var ætlað í "neðsta" þar sem Þorsteinn Pálsson situr nú saddur pólitískra lífdaga.
Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2021 kl. 04:35
Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Steingrímur J. Sigfússon Allaballi og Vinstri grænn eiga líka rætur í RÚV. Skattfénu er kannski deyft jafnar en menn vilja halda?
Tryggvi L. Skjaldarson, 28.5.2021 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.