Gísli og arabíski læknirinn

Shaden Salameh-Youssef er arabísk kona og yfirmaður bráðadeildar á ísraelsku háskólasjúkrahúsi. Hún er fyrsta ísrael-arabíska konan til að stjórna bráðadeild á ísraelsku sjúkrahúsi. Í viðtali við Jerusalem Post segir Salameh-Youssef að arabar og gyðingar verði að læra að lifa í sátt í Ísraelsríki.

Víkur nú sögunni að RÚV-aranum Gísla Marteini sem tekur undir málstað Hama-hryðjuverkasamtakanna um að tortíma Ísrael. Í skýrslu Amnesty International segir að Hamas stundi á heimastjórnarsvæðinu Gaza morð, pyntingar og misþyrmingar, ekki síst á konum og minnihlutahópum eins og samkynhneigðum.

Gísli Marteinn og viðhlæjendur hans eru sérstök tegund af fólki sem bláeygt og brosandi keppist við að fegra illskuna.


mbl.is Sagði kynningarnar ekki pólitíska pistla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hefur reyndar ekki verið neitt vandamál fyrir ísraela og palestínumenn sem búa í ísrael að lifa saman í sátt og samlyndi.  Það er á landtökubyggðum ísraela í palestínu og eins í austurhluta jerúsalem sem snertifletirnir eru. Skýrsla Amnesty varðandi hamas á gaza er hárrétt og amnesty hefur einnig ályktað um framgöngu ísraelsmanna gagnvart palestínumönnum og landtökuna. Gísli Marteinn tók aldrei undir Málstað Hamas um að tortíma ísrael. En það er álitamál hvort þessi kynning hjá honum hafi verið heppileg. En þetta var nú reyndar bara Evrovision sem enginn eðlilegur fullorðinn maður horfir á.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.5.2021 kl. 09:07

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Gísli Marteinn er forfallinn athyglisfíkill. 

Benedikt Halldórsson, 19.5.2021 kl. 11:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég horfi ekki á þá þætti hans,ekkert er hlutlaust í Ruv,en gæti hugsað mér Þóru Arnórs stjórna þar öllu til betri vegar.  

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2021 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband