ESB efast um Schengen - misheppnuð flóttamannastefna

Stefna Evrópusambandsins gagnvart flóttamönnum virkar ekki, viðurkennir einn af æðstu ráðamönnum sambandsins, Michel Barnier. Hann vill banna viðtöku flóttamanna til ESB í þrjú til fimm ár og endurskoða Schengen-samstarfið.

Barnier var aðalsamningarmaður ESB gagnvart Bretum í Brexit-útgöngunni og nýtti hvert tækifæri til að kenna Breta við rasisma, skrifar dálkahöfundur Telegraph.

Annar dálkahöfundur sömu útgáfu rekur sinnaskiptin til Frakklands, heimalands Barnier.

Opingáttarstefna síðustu ára gagnvart flóttamönnum er að syngja sitt síðasta í Brussel. Vandræðin sem sköpuðust í Evrópu eru rétt að byrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er alger misskilningur að það séu að verða einhver sinnaskifti hjá ESB.
Það sem er að gerast er að  það stefir í að Macron tapi næsstu forsetakosningum í Frakklandi fyrir Marie LePen.
Þetta er framlag ESB til að hjálpa Macron í þeirri baráttu.Í síðustu forsetakosningum var stofnunum ESB beitt af fullum þunga til að tryggja kjör Macrons og við munum sjá hið sama í næstu kosningum.
Takið eftir að þessi Franski áhrifamaður er sá einii í ESB kreðsunnii sem talar um þetta.
Þetta er eingöngu til að reyna að róa franska kjósendur sem eru í vaxandi mæli orðnir ósáttir við stefnu ESB í þessum málum.
En stefnan er óbreytt.

Borgþór Jónsson, 17.5.2021 kl. 07:26

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Leið hælisleitenda mun þá liggja um Mexico til US og hingað um Kanada til að svala "gestrisni" okkar Íslendinga.

Ragnhildur Kolka, 17.5.2021 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband