Sunnudagur, 16. maí 2021
Darwin bannfærður
Höfundur þróunarkenningarinnar, Charles Darwin, breytti skilningi okkar á þróun lífs á jörðinni. Fyrir daga Darwin réðu trúarkenningar ferðinni í frásögn af upphafi jarðlífs. Einhver útgáfa af Adam og Evu í eingyðistrúarbrögðum og önnur í goðafræðum fjölgyðistrúar sagði alþjóð upphafið.
Þróunarkenningin, aftur á móti, útskýrir að lífverur þróist samkvæmt náttúruvali. Maðurinn er ein afurð rétt eins og aðrar lífverur. Tegundin, Homo Sapiens, verður til fyrir um 200 þúsund árum og sumir eiginleikar hennar, t.d. að tjá sig með tungumáli, eru yngri, líklega um 70 þúsund ára gamlir.
Frá og með útgáfu þróunarkenningarinnar um miðja 19. öld eigum við skipulega frásögn byggða á tiltækri vísinda- og fræðiþekkingu um upphaf lífs á jörðinni.
En, því miður, var Darwin hvítur Evrópumaður. Og sem slíkur er hann ótækur að áliti pólitíska rétttrúnaðarins sem telur vísindi og fræði kukl hvíta mannsins. Í háskólanum í Sheffield, heimalandi Darwins, er höfundur þróunarkenningarinnar settur í skammarkrókinn fyrir að hafa verið sem hann var; hvítur Evrópumaður.
Ritskoðun á Darwin er liður í menningarstríði þar sem öfl hjátrúar og hindurvitna skora á hólm raunsæi og rökfærslu. Bandarískir háskólar eru margir andsetnir hjátrú og hindurvitnum og þeir bresku berjast fyrir lífi sínu.
Dálkahöfundur Telegraph segir nýjar miðaldir á næsta leiti með andlegri myrkvun. Trúðar með háskólapróf frá menntastofnunum sem bannfæra Darwin eru nýju páfarnir.
Athugasemdir
Væntanlega innsláttarvilla þarna. Homo Sapiens er það, en ekki Homo Sampiens.
Annars sammála öllu þarna.
Í bandaríkjunum er stærðfræði orðin rasísk og krafa um að endurskoða hana út frá því. Eðlilega, þar sem frumkvöðlar hennar voru hvítir.
Næst er það Newton og svo getum við flutt aftur í hellana okkar.
einhvertíma var mennt talin máttur. Það voru góðir tímar.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2021 kl. 11:40
Takk f. leiðréttinguna.
Páll Vilhjálmsson, 16.5.2021 kl. 12:03
Þróunarkenningin er rétt að því leiti að allar lífverur þróast eitthvað smávegis; eins og þyngd, hæð, gáfur og litir að einhverju litlu leiti.
En það var ekki þannig að maðurinn sem tegund MEÐ SÍN FULLKOMNU SKILNINGARVIT
hafi þróast út frá pöddum til apa og þaðan til manna, bara fyrir röð einhverra tilviljana kenndra stökkbreytinga og náttúruúrvals.
Jón Þórhallsson, 16.5.2021 kl. 13:23
Þróunarkenning Darwins er fullkomnasta skýringin á þróun lífsins á jörðinni. En er hún alfullkomin, skýrir hún, t.d. getu mannsins til þess að ferðast til tunglsins?
Hér er því haldið fram að ótrúleg tilviljun hafi valdið stökkbreytingu í heila mannsins. (Sækja má textaþýðingu á efninu: Zufall Mensch? Der kleine Schritt zum großen Gehirn | MDR DOK
Hörður Þormar, 16.5.2021 kl. 13:56
Allir kynþættirnir hér á jörðu eins og hvíti kynstofninn, svertingjar, asíubúar og rauði kynstofninn koma allir með geimskipum frá ólíkum stjörnukerfum til jarðarinnar á mismunandi tímum í fyrndinni og fluttu með sér allskyns dýr og plöntur frá þeirra plánetum en engin dýr hér á jörðu þróuðust bara fyrir röð einhverra tilviljana kenndra stökkbreytinga og náttúruúrvals.
Síðan hafa orðið margar risa-hamfarir á jörðinni sem að hafa fleitt allri þróun aftur á steinöld þannig að öll andleg og tæknileg þróun hefur þurft að byrja frá núll-punkti margsinns hér á jörðu.
Jón Þórhallsson, 16.5.2021 kl. 14:42
Þessi kenning finnst mér mjög áhugaverð Jón Þórhallsson og þú sýnir kjark að kynna þetta fyrir fólki eins og sumir eru á móti öllu sem gengur þvert á viðurkennd fræði. Fundizt hafa furðuleg tæki fornmanna sem ekki hefur verið hægt að útskýra svo vel sé. Ótrúlegar eru allar skýringar sem komið hafa um uppruna píramídanna miklu. Þannig mætti lengi halda áfram.
Nóg er að skoða þá fullkomnu hlýðni almennings sem birtist í dag, engin frjáls hugsun, eða þá að slíkt er hlegið í hel samstundis af Joe Bidens fólki, það var helzt þegar Trump var forseti sem allskonar sjónarmið komu fram áhugaverð.
Nóg er að skoða Opinberunarbók Jóhannesar til að sjá og skilja að þar er verið að lýsa geimskipi og geimverum, í þessum sýnum. Þannig er fullt af fornum frásögnum, fólk til forna vissi ekkert hvað það var að upplifa og notaði óljós og ónákvæm orð úr sínu nánasta umhverfi. Síðan var farið að trúa á geimverurnar og þær tignaðar sem guðir. Enn sitjum við uppi með þetta.
Núna erum við að nálgast enn einn núllpunkt í sögunni, við finnum að andlegt frelsi er að hverfa og allir að komast á núllpunktinn aftur.
Ingólfur Sigurðsson, 16.5.2021 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.