Meiri CO2 þýðir meiri skógur - hver er á móti því?

Koltvísýringur, CO2, er fæða plantna. Aukið magn koltvísýrings í andrúmlofti jarðar eykur fæðuframboðið og skóglendi þrífst betur. 

Til skamms tíma var sú skoðun einráð að koltvísýringur væri eiturgufa er ylli hækkandi hitastigi jarðar og gerði hana óbyggilega innan fárra áratuga.

En koltvísýringur er náttúruleg lofttegund og forsenda lífs á jörðinni. Á seinni hluta 19. aldar mældist CO2 undir 300 ppm í andrúmsloftinu, sem er hættulega lítið. Magnið hefur stigið upp í rúm 400 ppm sem er gott mál og eykur grænan vöxt. Þeir sem efast ættu að gera tilraun á sjálfum sér. Fara inn í gróðurhús, en kjörvöxtur plantna er við um 1200 ppm, og spyrja sig hvort endalok lífs á jörðinni séu nærri.

Loftslagsvísindamaðurinn William Happer gerir prýðilega grein fyrir hversu heppilegt það er að koltvísýringur eykst í andrúmslofti. Þá er hægt að afla sér upplýsinga á vefsíðum eins og CO2.

Svo er auðvitað hinn kosturinn, að trúa á manngert veðurfar og að heimurinn sé að farast vegna koltvísýrings í andrúmslofti. Þá er maður kannski til vinstri en alls ekki grænn, - fjarri því.


mbl.is Endurheimt skóglendis á stærð við Frakkland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Maðurinn" fer ekki bara illa með konur, svarta og minnihlutahópa, heldur er hann að eyðileggja jörðina með háttalagi sínu, þessa tíu þúsund ára paradís (samkvæmt BBC). Ef ekki hefði komið til kapítalísk græðgi "mannsins" sem hófst með iðnbyltingunni, væri jörðin í góðum málum en við þessar örfáu hræður, byggjum við eðlilega eymd og grænt volæði. 

Benedikt Halldórsson, 12.5.2021 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband