Gemmér pening, ég á fjölmiðil

Ritstjóri Kjarnans skrifar langan leiðara með þeim skilaboðum að hann eigi fjölmiðil og vilji fá peninga úr ríkissjóði til rekstursins. Stjórnmálamenn sem ekki opna pyngju almennings í fjölmiðlahítina, tja, þeir hata fjölmiðla. Segir ritstjórinn.

Á mælistiku ritstjóra Kjarnans leggja stjórnmálamenn ofurást RÚV enda er mokað þangað ótöldum milljörðum króna á ári af almannafé.

Ekki svo að skilja að Þórður Snær Júlíusson krefjist aukins aðhalds gagnvart hagsmunahópnum á Efstaleiti. Öðru nær, Þórður Snær er fastagestur í settinu hjá RÚV að tjá sig um menn og málefni, og vill alls ekki að skorið sé á fjárstreymið til hagsmunahópsins.

En ritstjórinn vill líka opinbert fé til sín og Kjarnans, sem er valinkunn samfylkingarútgáfa og gerir ekki annað en að skila tapi. Tómstundaiðju vinstrimanna skal ríkið borga með góðu eða illu. Þingmenn sem ekki spila með hata fjölmiðla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband