Dópistar og fangar með Vinstri græna í vasanum

Vinstri grænir ganga erinda tveggja hagsmunahópa, fíkniefnaneytenda og fanga, þegar flokkurinn smíðar lagafrumvarp sem lögleiðir fíkniefni.

Heilbrigðisráðherra hreykir sér af baráttunni við Kínaveiruna en vill samtímis lögleiða heilsufarsvá sem drepur fleiri og leggur enn fleiri líf í rúst en veiruskrattinn. Kínaveiran leggst einkum á gamlingja en fíkniefni eyðileggja æskuna. Hvers á unga fólkið að gjalda?

Rök dópista fyrir lögleiðingu fíkniefna er að þeir eigi rétt á að eyðileggja eigið líf og sinna nánustu. Þetta eru sömu rökin og þau sem notuð eru gegn sóttvörnum. Maður á ekki að þurfa að sæta sóttkví, og enn síður einangrun, því það skerðir persónulegt frelsi manns. Í báðum rökfærslunum skiptir einstaklingurinn öllu máli en samfélagið engu. Þetta er frjálshyggja andskotans og Vinstri grænir hafa kokgleypt hana.

Rök fanga fyrir lögleiðingu fíkniefna eru sérlega áhugaverð. Í umsögn Afstöðu, hagsmunahóps fanga, segir: 

Refs­ing­ar fyr­ir smá­vægi­leg vímu­efna­brot geta ein­göngu orðið til þess að fólk með vímu­efna­vanda fest­ist í viðjum vímu­efna til lang­frama.

Ef við breytum orðalaginu, tökum út ,,smávægileg vímuefnabrot" og setjum inn ,,smávægileg lögbrot" fáum við röksemdafærslu sem segir að ekki skuli refsa fyrir minniháttar lögbrot. Annars festist glæpamaðurinn ,,í viðjum glæpa til langframa." Sá sem nauðgar smávegis skal ekki að sæta refsingu því hann myndi þá nauðga til langframa. Þjófur sem stelur smávegis á heldur ekki að komast undir manna hendur, við það yrði hann stórþjófur.

Röksemdin er bull, líklega smíðuð í vímu.

Það liggur fyrir hvers vegna Vinstri grænir eru komnir í vasa hagsmunahóps dópista og fanga. Hugmyndin um lögleiðingu fíkniefna er komin frá Pírötum sem eru vettvangur fáráðlinga í röksemdafærslum. Samkeppni við fáráðlinga endar aðeins á einn veg. Í fávitahætti. Lögleiðing fíkniefna er einmitt það.


mbl.is Læknafélagið mótfallið afglæpavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Holland hefur verið fremst í þessum tilraunum og reynslan þaðan sýnir að neyslan eykst þe. taka fleiri ólögleg lyf. Þetta kannski fækkar umfangi lögreglu en býr til vandamál á öðrum stöðum s.s. í heilbrigðiskerfinu (en líklega samt löngu síðar).

Fyrir nokkrum árum var herferð sem gekk út á að einn sopi á bjór gæti verið upphafið að meiri neyslu. Með því ertu að beina sjónum að leiðinni í stað þess að beina sjónum frá hættunni. Afglæpavæðing er sama marki brennd þe. að leiða sjónum að leiðinni en ekki frá hættunni.

Rúnar Már Bragason, 2.5.2021 kl. 12:14

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Stærstur hluti eiturlyfjasjúklinga er tilkominn vegna duglegra sölumanna eiturlyfja. Því meiri sem hagnaðurinn er af að selja eiturlyf því meira er selt. Ef það er hægt að koma í veg fyrir að nokkur hagnist á sölu eiturlyfja þá er ég viss um að sjúklingum fækki. Það fyrirkomulag sem er í gildi í dag eru kjöraðstæður fyrir glæpamenn enda fjölgar þeim mjög hratt á Íslandi. Að halda áfram með sama hætti er uppgjöf með sístækkandi vandamáli.

Kristinn Bjarnason, 2.5.2021 kl. 12:25

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Glöggur Páll að vanda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.5.2021 kl. 12:44

4 Smámynd: Skúli Bergmann

Magnað hjá Páli 

Skúli Bergmann, 2.5.2021 kl. 13:10

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Dópsalan nær til fólks sem hugsar ekkert út fyrir eigin sjálfselsku. Það segir bara "mér finnst" og þar með er flókin og illviðráðanlegur vandi leystur í eitt skipti fyrir öll.

Það setur sig ekki í spor annarra, vill ekki sjá slæmar afleiðingar þess að gera alla dópsölu "frjálsa", að hver og einn hafi aðgang að öllum lyfjum sem nú eru seld í Apótekum. "Uppáskrift" lækna eða aðrar hindranir, tollgæslu, lögreglu eða samfélagsins er það sem "dópsölufólkið" á þingi og víðar er að berjast í raun gegn. Það berst gegn hverskonar hindrunum sem nú varða við lög. "Fíkn er heilbrigðisvandamál" er svo sem engin lygi en það má ekki gleymast að allir eru ábyrgir gerða sinna. Við verðum að virða lögin og hlýða yfirvöldum, alltaf, hverjar svo sem persónulegar skoðanir okkar eru. 

Gallinn er bara sá að fólk ræður ekki við fíkn sína. "Einstaklingsfrelsið" er víðsfjarri þegar allir eru með heilagt dóp til "eigin nota" í vasanum. Gert er ráð fyrir því að engum detti í hug að "selja" beint úr vasa. Allir eru með vasa. Það eru þegar til þúsundir "lyfja" sem auðvelt er að venja sig á. 

Það eru engin rök fyrir slíku "frelsi", aðeins einhliða áróður. 

Skaðleg aukaefni í matvælum eru bönnuð. Barist er gegn mengun og og hverskonar óhollustu. Af hverju? Það er engin eftirspurn eftir skaðlegum aukaefnum. En það er mikil eftirspurn eftir skaðlegum efnum sem framkalla sælu. Áfengi getur verið skaðlegt? Jú, en það er ekki þar með sagt að öll önnur hugbreytandi efni skulu gerð frjáls. Eftir sem áður þarf að smygla dópinu til landsins sem endar í söluvösum. Fyrirtæki geta ekki flutt inn dóp og töflur án leyfis ekki frekar en kókapuffs frá Bandaríkjunum. Glæpasamtök munu græða enn meira þegar "fíkn" er skilgreind sem heilbrigðisbandamal og hindrunum fækkar. 

Benedikt Halldórsson, 2.5.2021 kl. 14:26

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef "neysluskamtar" (hvað svo sem það er mikið magn?) væru leyfilegir
þá gætu fangverðir varla gert þessa neysluskamta upptæka innan fangelsins
og ef löglegt þá varla hægt að reka fólk úr skipsplássi eða álveri fyrir að vera með slíka skammta í vösunum líkt og Jón Gnarr gortaði sig af að hafa verið reglulega með í úlpuvösunum.

Grímur Kjartansson, 2.5.2021 kl. 19:15

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Frjálshyggja andskotans" svo sannarlega og vitibornir menn sjá þá stefnu ríma við stefnu þeirrra sem vilj fækka fólki í heiminum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2021 kl. 05:00

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er verið að ganga erinda tveggja hagsmunahópa, drykkjumanna og fanga, með því að afglæpavæða áfengisneyslu?

Pistill þinn Páll, lýsir verulegum dómgreindarskorti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2021 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband