Menning, fjármagn og fótbolti

Þeir sem halda að karlmenn eigi erfitt að tjá tilfinningar sínar ættu að fylgjast með umræðu á samfélagsmiðlum um evrópska ofurdeild í fótbolta.

Ofurdeildin er hugarfóstur eigenda þekktustu vörumerkja fótboltans. Tilgangurinn er að auka arðsemina.

Fyrir utan peninga og skemmtun er fótbolti menning með langa sögu, sé miðað við skemmtanamenningu. Ensku liðin eiga meira en 100 ára sögu. Þau lifðu af tvær heimstyrjaldir og nokkrar heimskreppur. Fram til síðustu aldamóta eða svo lifuðu þessi lið á stuðningsmönnum sínum. Núna eru það sjónvarpstekjur sem skipta sköpum.

Skemmtilegasta útkoman úr brölti ofurfélaganna væri að liðin yrðu rekin úr deildar- og bikarkeppnum í heimalöndum sínum og leikmenn liðanna yrðu ekki gjaldgengir með landsliðum.

Í því tilfelli færi í hönd barátta menningar og peninga í heimi fótboltans. Everton og Leeds ættu líka möguleika á enska meistaratitlinum. Það yrði bónus.


mbl.is Manchester United hætt í Evrópusamtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu heilastur Páll.

En ég græt mitt gamla félag United, sem ég ákvað að yrði mitt félag, því það þurfa allir að hafa sitt félag, þegar það féll 1974 að mig minnir.

Eftir öll þessi ár getur einhver peningamaður í Bandaríkjunum komið og troðið æru þess í svaðið.

Því verður ekki þegjandi tekið.

Hins vegar yrði Leeds vel komið að titlinum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 13:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sælir,heilinn minn er með yfirþyngd af minningum um enska félag mitt MU. En vegna efnisins minnist ég gagnríni David Bekchams á eigendur félagsins fyrir þó nokkuð mörgum árum.Félaginu gekk illa árin eftir að sir Alex Ferguson hætti að þjálfa og taldi Bekcham eigendur ekki tíma að fjárfesta í fleiri/betri mönnum; þeir græddu á frægð klúbbsins sem hafði þá alltaf fyllt völlinn rúml. 70-75Þúsund manns í leik,þrátt fyrir frekar slakt gengi.- Sá þá leika á Chelsea leikvangi þegar Eiður skoraði eina mark leiksins fyrir Chelsea og þeir unnu. Manchester verðuur mitt lið þótt lendi utandeilda,en ég dáist af mörgum liðum þarna t.d. Leeds og sérstaklega þjálfara þeirra skemmtilega.úff þetta var of mikið,en bless....

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2021 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband