Mánudagur, 19. apríl 2021
Vinstri grænir afsanna lifseiga kenningu
Vinstriflokkur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum tapar fylgi er gamalt viðvæði í íslenskum stjórnmálum. Vinstri grænir eru á góðri leið með að afsanna þá kenningu.
Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að ráðherrum Vinstri grænna, einkum heilbrigðisráðherra, stefnir flokkurinn á gott mót í haust.
Upprisa Framsóknarflokksins í skoðanakönnun gefur til kynna að ríkisstjórnin í heild sé í meðbyr.
Tvær skýringar eru nærtækar. Í fyrsta lagi að almenningur sé giska ánægður með hvernig hefur til tekist í sóttvörnum. Í öðru lagi að væntur efnahagsbati næstu misseri sé viðkvæmur og ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri á.
Vel að merkja eru allmargar vikur til kosninga. Og vika í pólitík getur orðið býsna löng.
Könnun: Miðflokkurinn nálægt því að detta af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.