Föstudagur, 16. apríl 2021
Helgi Seljan skorar sjálfsmark
Í störfum sínum skulu blaðamenn vera málefnalegir og gæta hlutlægni. Þetta gildir sérstaklega um fréttamenn RÚV. Í vinnureglum fréttamanna RÚV segir:
Fréttamenn og dagskrárgerðarmenn skulu gæta hlutlægni og sanngirni í störfum sínum. Fréttamenn og dagskrárgerðarmenn taka ekki efnislega afstöðu til mála sem þeir fjalla um.
Helgi Seljan fréttamaður á RÚV telur sjálfan sig hafinn yfir vinnureglur RÚV. Hann segir í kröfu um endurupptöku úrskurðar siðanefndar RÚV:
Að mati kærða [þ.e. Helga Seljan] er augljóst að öll ummæli hans um kæranda og forsvarsmenn hans eru gildisdómar hvort heldur sem þau eru virt ein og sér eða heildstætt. Að sama skapi er ljóst að ummælin voru látin falla í tengslum við mikilvæga þjóðfélagsumræðu.
Gildisdómur í þjóðfélagsumræðu er einfaldlega allt annað fréttaflutningur. Annað er svart en hitt hvítt. Sá sem fellir gildisdóm lýsir skoðun sinni og afstöðu. En vinnureglur RÚV segja skýrt og skorinort að það megi ekki. ,,Fréttamenn og dagskrárgerðarmenn taka ekki efnislega afstöðu til mála sem þeir fjalla um." Skýrara getur það ekki verið.
Sem borgari í lýðfrjálsu landi er Helgi með sama rétt og aðrir að tjá sig um menn og málefni. En sem fréttamaður RÚV er Helgi ekki með réttindi að flétta saman gildisdómum og fréttum. En það er einmitt það sem hann gerði í málefnum Samherja.
Sami einstaklingurinn getur ekki í starfi sínu í skjóli opinberrar stofnunar þóst fjalla málefnalega og af hlutlægni umviðfangsefni en dundað sér síðan við að fella gildisdóma um sama viðfangsefni á samfélagsmiðlum. Það er siðleysi.
Að Helga Seljan skuli detta í hug þessi málsvörn er með ólíkindum. Málsvörnin lýsir bæði dómgreindarleysi og botnlausri fákunnáttu um siðaviðmið í blaða- og fréttamennsku.
Helgi Seljan unir ekki úrskurði siðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt, og þar sem þú sjálfur iðkar enga hlutlægni osfrv. ættir þú að hætta að titla þig sem blaðamann.
Það er nefnilega engin "blaðamennska" á ferð hjá þér nema síður en svo.
Ívar Ottósson, 16.4.2021 kl. 09:38
,,Blaðamaður" er starfsheiti sem ég vann mér inn fyrir með starfi og menntun. Sama gildir um starfsheitið ,,kennari". Hér að ofan er kennsla í blaðamennsku; hvað ber og hvað ekki.
Páll Vilhjálmsson, 16.4.2021 kl. 09:41
En hvergi skráður sem slíkur, alltso "blaðamaður"? Ekki ert þú í blaðamannfélagi Islands? Hvar hefur þú starfað sem slíkur? Moggbloggið hér reiknas nú varla sem fjölmiðill. Bíð spenntur eftir svari....
Ívar Ottósson, 16.4.2021 kl. 09:46
Blaðamaður er ekki lögverndað starfsheiti. Tilfallandi athugasemdir eru, eins og nafnið gefur til kynna, umræða og ályktanir um dægurmál.
Páll Vilhjálmsson, 16.4.2021 kl. 10:05
Þá veit maður það, ekki meðlimur í blaðamannafélaginu, það vissi ég nú reyndar fyrir.
En hvar hefur þú starfað sem slíkur?
Eða er það bara moggabloggið sem gefur þér þetta virðulega starfsheiti?
Enn og aftur, spenntur eftir svari...
Ívar Ottósson, 16.4.2021 kl. 11:01
Það er greinilegt að hér eru menn ekki langminnugir.
Eins og fjörkippir íslensku flokksblaðanna séu gleymdir og grafnir.
Þá hurfu mörg störfin í blaðamennsku, og hún vart skugginn af því sem var, því þó blöðin voru lítil, þá störfuðu þar öflugir blaðamenn sem og góðir pennar.
Páll er enginn nýgræðingur Ívar þó þú sért ekki langminnugur.
Og þó sjónarmið hans séu öflug og vel rökstutt hér að ofan, þá er samt óþarfi að lýsa sig algjörlega samþykktan með því að finna eitthvað athugavert við vinstri tánögl á litlu tá, til að gera viðkomandi tortryggilegan.
Burtséð frá risinu, þá er lítil vörn í því fólgin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2021 kl. 13:06
Talandi um blaðmenn þá kemur fram í Mbl í dag að það hafi á sínum tíma bent á skuld WOW við Ísavía - 2 Miljaðrar
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kemur í næstu viku eru það sennilega viðbrögð Samgöngustofu og þávarandi forstjóra hennar við þessari staðreynd sem ber hæst.
Skúli kafffærði svo rækilega þessa frétt MBl með gífurlegum yfirlýsingum á samfélagsmiðlunum að enginn "blaðmaður" þorði að fylgja henni eftir.
Að vísu voru margir rannsóknarblaðmenn að fljúga með WOW til Namibíu á þessum tíma en það er samt rannsóknarefni hvernig hinar ýmsu fréttaveitur meðhöndluðu þessa uppljóstrun hjá Morgunblaðinu
Grímur Kjartansson, 16.4.2021 kl. 14:18
Siðareglur RÚV eru þeim mis kærar og fer gildisdómur, þá og það skiptið, eftir því hver á í hlut. Í tilfelli Helga Seljan, þá eru siðareglurnar, "mjög vondar" og "hættulegar lýðræðislegri umræðu samfélagsins" og hann [Helgi Seljan], "ætti að hafa fullan rétt á þáttöku í slíkri umræðu". Þetta eru rök nútímans hjá RÚV m.a. hjá Boga Ágústsyni.
Rök RÚV voru hins vegar allt önnur árið 2005 þegar starfsmaður þeirra á Selfossi, Sigumundur Sigurgeirsson, nýtti lýðræðislegan rétt sinn og tók þátt í samfélagslegri umræðu, tjáði sig um Baug. Þá var hann áminntur og stuttu síðar rekinn, fyrir "vítavert gáleysi" að mati þeirra Boga og Óðins Jónssonar.
Valur Arnarson, 16.4.2021 kl. 15:27
Aha Ómar, þú veist þá eitthvað sem ég geri ekki, gætirðu ekki frætt mig á hvar Páll hefur unnið sem blaðamaður?
Þar sem hann er of upptekinn, liklega við níðskrif um RUV meðal annars, til að svara mér?
Annars gúglaði ég hann ekki margt fyrir löngu og hann er alveg ósýnilegur sem blaðamaður, ekkert kemur upp nema ein og ein innsend grein td. í morgunblaðið.
Og þar er hann ekki blaðamaður svo mikið er víst....en var hann það einhverntíman?...spyr sá sem ekki veit.
En ég fann annars dáldið merkilegt innskot um Pál á netinu frá Eiðni heitnum Guðnasyni sem sjálfur var sannarlega blaðamaður með meiru: https://eidur.is/1908
Hann skrifar:
Páll Vilhjálmsson sem kallar sig blaðamann er með orðljótustu bloggurum. Líklega sá orðljótasti. Andstæðingar ESB aðildar, einkum samtökin Heimssýn telja hann sinn öflugasta talsmann. Gott ef hann hefur ekki verið , kannski er , framkvæmdastjóri Heimssýnar. Svona byrjar bloggfærsla hans (02.10.2011): Júdasardeild Vinstri grænna reynir að ljúga sig frá svikum við stefnuskrá og kjósendur í málefnum Evrópusambandsins. Ef ekki er notað orðalag tengt nasisma þá eru það Júdasarbrgsl. Þeir einir sem hafa verulega vondan málstað tala svona og skrifa.
Nú eru ýmsir þeirra sem eru andvígir ESB aðild. Hvað segja þeir um svona málflutning ágætlega sómakærir menn. Hvað segja menn eins og Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason um svona málflutning? Það væri fróðlegt að vita.
Eiginlega ætti Blaðamannafélag Íslands að gera athugasemd við það að Páll Vilhjálmsson skuli kalla sig blaðamann. Ekki er vitað til að hann starfi sem slíkur. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir sem starfa við fréttamennsku og fjölmiðlun vilji vera undir sama hatti og Páll Vilhjálmsson.
Ívar Ottósson, 16.4.2021 kl. 16:24
Ef þú ert ekki þeim mun yngri Ívar, þá veistu svarið við þessu sjálfur.
Ég held að Páll hafi meir að segja afrekað að gera Davíð pissed, ef minnið svíkur mig ekki, en það er svo sem lítt hæfara til að ausa vatni en svissneskur ostur.
Pointið er að þú nærð ekki leikreglunum, síðuhöfundur segist vara blaðamaður, hafir þú athugasemd, þá er fáfræði ekki rök. Í það minnsta að þeir sem vekja einhver viðbrögð með skrifum sínum gerðu ekkert allan daginn en að leiðrétta staðleysur, fáfræði eða annað, ef þeir á annað borð byrja að taka þátt í þeim leik.
Rök kalla á rök, og ef þér tækist Ívar að grafa upp áreiðanlega heimild um að blaðamennskuferill Páls væri annars vegar skólablað í uppsveitum Árnessýslu og hinsvegar að vera meðritstjóri af fyrsta kafla símaskráarinnar 1992, þá reikna ég með að eitthvað kæmi á móti.
Þetta svo sem blasir við þegar ég les orðræðu þína hér að ofan, en það var ekki erindið heldur smá forvitni hvort þú fattaðir ekki að viðbrögð þín eru hvað þig varðar staðfesting á að innst inni eigir þú ekki mótbáru, jafnvel þó sú bára þætti ekki stór í logni, gegn hnitmiðari tætingu Páls á meintri vörn Helga.
Og þú eiginlega staðfestir það með því að vitna í Eið, eins ágætur og hann var kallinn, þá var nú ekki alltaf blessuð blíðan sem kom út úr honum.
Það er nú svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2021 kl. 17:22
Engar mótbárur hér bara ósvaraðar spurningar.
Semsagt, Páll hefur aldrei starfað sem blaðamaður....hann er eintómur moggabloggari sem stundum er vitnað í.
Er það ekki málið?
Og það að saka Seljan um vöntun á hlutlægni osfrv. ætti kannski Páll ekki bara að líta sér nær....kannski er sjálfsmarkið hjá honum sjálfum oftar nær.
Já, Eiður sagði meiningu sína og skoðanir á seinni árum en mig rekur ekki minni að hann hafi gert það sem blaðamaður en kannski hef ég rangt fyrir mér.
En "blaðamaðurinn" Páll liggur ekki á meiningu sinni og skoðunum engin "hlutlægni" þar, hann fellur á eigin prófi.
Er það blaðamennska og getur maður kallað sig blaðamann þegar þannig er í pottinn búið?
Ívar Ottósson, 16.4.2021 kl. 17:50
Blessaður Ívar.
Nei, málið er að þú spilar þig fífl, og fattar ekki ábendingar þar um.
Eftir stendur það sem þú áttir að verja eða gera athugasemd við, en gerðir ekki.
Fáfræði er aldrei rök fyrir ályktanir þínar hér að ofan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2021 kl. 21:41
Ég var að fá kurteisleg skilaboð frá herramanni sem vill ekki taka þátt í þessari umræðu hér en sendi mér nokkra linka um Pál og hans fortíð sem blaðamanns, alltso hann svaraði spurningunni sem síðuhafi og Ómar gerðu ekki.
Ég biðst velvirðingar, Google er ekki að gera sig fyrir mér í þetta skiptið. Svo Páll var blaðamaður en er nú fyrrverandi blaðamaður og núverandi bloggari.Og ef ég hef skilið færslu hanns hér efst þá eiga blaðamenn (Seljan) að gæta hlutleysis en það gerir Páll aldrei.
Hann kemur með sínar einhliða skoðanir og má ég segja það...oft munnsöfnuð.Semsagt hann getur ekki verið óháður blaðamaður ef hann er einhliða skoðunarhafi, er ekki hægt að hafa annan titil fyrir það? Td "Álitsgjafi" eða eins og Jonas Kristjánsson heitinn sem á jonas.is, síðu sem er enn uppi sem titlar/titlaði sig sem ritstjóra....:-)
Hvað um það, biðst aftur velvirðingar á fákunnáttu minni um Pál og hans fortíðar en það var nú þessveggna sem ég kom með þessar spurningar hér í færslunum að ofan.
Ég gúgla vonandi betur næst og veiði meira en bara Eið Guðnasson....:-)
Ívar Ottósson, 16.4.2021 kl. 21:52
Blessaður Ívar.
Einn stóri kostur fáfræðinnar, er að með lærdómi þá getur hún vikið fyrir þekkingu.
Ég man fyrst eftir Páli á því sem ég hélt að væri fjörkippir Þjóðviljans, en Gúgli frændi sagði að það hefði verið blaðið í astralheimi, það er eftir dauðann, sem hét Helgareitthvað, eða eitthvað eitthvað.
Man vel eftir honum vegna þess að ég saknaði svo mjög Árna Bergmann, sem er afburðavel gefinn húmanisti, góður penni og fróður. Fussum og svei svei, sem oft kemur hjá þeim sem syrgja liðið, fékk vissa endurgjöf með góðum pistlum Páls, þess vegna man ég eftir honum.
Síðan var hann eitthvað sem gerði Davíð brjálaðan, en seinna urðu þeir fóstbræður út af sameiginlegri andúð á Baugi og Jón Ásgeiri, ég held að ég næstum því muni fyrstu viðurkenningu Davíðs þar á, það er þegar hann vitnaði í Pál, sem fram því var óalandi, og eitt af því lægsta sem Davíð þekkti úr blaðamannastétt, fyrir utan líklegast þá á Helgarpóstinum, Ingólf og Halldór.
Síðan hefur Marbendill oft hlegið eftir því sem tilvitnun Staksteina í blogg Páls fjölgar.
Þetta er ég að segja þér án þess að hafa nokkurn tímann spurt Gúgla frænda um minnismola hans, það gast þú, ef þú kynnir á annað borð að spyrja þann ágæta frænda.
Síðan misskilur þú mjög færslu Páls, hann bendir réttilega á vítur Helga, gæti örugglega tekið dæmi frá sinni eigin blaðamennsku, en hún er bara ekki til umræðu í þessum pistli.
Einhliðar skoðanir??, jæja, fyrir þeim eru allavega færð rök, þó örpistlar séu algengir, enda hvernig væri annað hægt miðað við virkni bloggsíðu hans, þá vita allir, og ég veit að þú veist það líka Ívar, þá koma ítarlegri pistlar þar sem skoðanir og sjónarmið eru rökstudd.
Óháður, hvaða brandari er það, nema jú hann er örugglega háður sjálfum sér, en það vita allir að bloggsíða hans er kostuð, svona perla og djásn Moggabloggsins vex ekki ókeypis á trjánum.
En vísan í munnsöfnuð er gönuhlaup Eiðs, þessa ágæta manns sem líka var viss gimsteinn á Moggablogginu.
Eiður var rökþrota gagnvart beinskeyttri gagnrýni Páls á svikum VG og Samfylkingarinnar, gagnrýni sem sveið undan, ég veit allt um það, ég var virkur á Moggablogginu þegar þessi orð féllu hjá honum.
Eftir stendur Ívar, að við mætum rökum með rökum, ef við viljum að tekið sé mark á okkur, hvort sem það er í pistlum eða í athugasemdarkerfinu.
Það er bara svo þreytt að ráðast á kónginn með vísan í hvort hann sé blaðamaður eður ei, þetta eða hitt.
Í stað þess að hjóla í hann ef mönnum mislíkar.
Það er rétt að gömlu flokksblöðin, með öllum þeim góðu pennum og blaðamönnum sem þar voru, er horfin, og eins og Mogginn hélt haus í langa langa tíma, þá er öllum ljóst sem hafa nokkurt skyn á texta og þá leiftrandi hugsun sem góður penni getur miðlað til okkar hinna, þá er ljóst að ráðning Andrésar Magnússonar frá Viðskiptablaðinu, er gjaldþrot þeirrar blaðamennsku sem íslensku flokksblöðin stóðu fyrir. Og þá er ég ekki að vísa í flokkspólitíkina heldur hinn skarpa huga sem kunni að tjá sig, sem einkenndi íslensk blöð, áratug eftir áratug, meginhluta síðustu aldar.
Þá Ívar eigum við að meta það sem við höfum.
Láttu ekki pólitísk sjónarmið villa þér sýn hvað það varðar, hugsaðu bara hvað það er hollt, að til sé einhver sem þú ert algjörlega ósammála, en vekur svona sterk viðbrögð með skrifum sínum.
Slíkt skerpir ekki aðeins hugsun, heldur hjálpar manni að færa rök fyrir máli sínu, sem og maður íhugar sem maður hafði aldrei íhugað áður.
Þeir eru ekki margir Geirfuglarnir eftir hvað þetta varðar, og óþarfi að ráðast á þá sem eftir eru.
Fyrir að vera til, fyrir að ögra manni með hugsunum sínum og skrifum, fyrir að vera ekki eins og maður sjálfur.
Ég þakka fyrir það Ívar, ég myndi gera slíkt hið sama ef ég væri þú.
Maður á gott að meta, jafnvel þó manni finnist það bragðvont.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.4.2021 kl. 23:42
Blaðamenn hjá flokksböðum stjórnmálaflokka segja skoðanir sínar, þeir eru ekki bundnir hlutleysi.
Blaðamenn hjá ríkisfjölmiðlum eru hins vegar rígbundnir, eðlilega. Sömuleiðis blaðamenn hjá óháðum fjölmiðlum, sem fjalla á hlutlausan hátt um mál að eigin sögn. Hlutleysið á að vera þeirra aðalsmerki.
Fólk sem ekki er starfandi blaðamenn eru að sjálfsögðu ekki bundið af hlutleysi í skrifum sínum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2021 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.