Hystería til hægri, móðursýki til vinstri

Heimurinn er orðinn óbyggilegur vegna manngerðs veðurfars er móðursýki vinstrimanna síðustu þrjá áratugi. Þórólfur er orðinn einræðisherra yfir Íslandi er hystería hægrimanna síðustu þrjá mánuði.

Leggjum manngert veður til hliðar í bili, enda nokkrar tilfallandi athugasemdir að baki, og segjum fáein orð um hysteríu hægrimanna.

Kófið er rúmlega ársgamalt og varir í einhverja mánuði enn. Það er bráðavandi á sviði lýðheilsu. Fyrir eyland eru kostirnir skýrir, að stöðva Kínaveiruna á landamærunum og lifa nánast eðlilegu lífi innan þeirra annars vegar; hins vegar að búa við samfélagslokanir.

Meira fyrir tilviljun en ásetning varð þríeykið og Þórólfur í forgrunni sóttvarna, fremur en ráðherra og ríkisstjórn. Ekkert, nákvæmlega ekkert, bendir til annars en Þórólfur og þríeykið hafi unnið af góðum hug í þágu lýðheilsu.

Væll grenjandi gúlags-lögmanna er Gréta Thunberg-útgáfa af veruleikanum. Einu mannréttindin sem í hættu eru tilheyra þeim þöngulhausum sem telja sig hafa réttindi til að breiða út skæða farsótt.

Reynslan af loftslags- og farsóttarumræðu kennir okkur að tveir akrar eru helst plægðir í aðdraganda einræðis, hvort heldur alþjóðlegs eða innlends. Það eru akrar heimsku og tillitsleysis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ýmislegt má um þessa færslu segja en ég ætla bara að andmæla einu og það er -

Meira fyrir tilviljun en ásetning varð þríeykið og Þórólfur í forgrunni sóttvarna. 

Ekkert tilviljanakennt við þessa yfirtöku. Við høfum séð hvernig Dagur B hverfur eða styður sig við staf þegar hann ræður ekki við situasjonina. Við erum með heilbrigðisráðherra sem ræður ekki við starfið; Landakot, lyfja innkaup, hnjáliðaaðgerðir og nú síðast regluugerðarsmið. Þótt Svandís ráði ekki við starfið, þá er hún klók. Hún hefur séð hvernig Dagur kemur sér undan ábyrgð og leikur nú sama leikinn.

Kinaveiran var óþekkt fyrirbæri í upphafi en kollhnísarnir sem þrieykið hefur tekið ófáir. Engin pólitíkus kemst vel frá slíku, en með því að láta sem ábyrgðin hvíli á embættismönnum forðar hún sér frá hnjaski. Til þess er tangóinn stigin. 

En harðstjórinn litli leit þó dagsins ljós í reglugerð sem átti sér ekki lagastoð. 

Ragnhildur Kolka, 9.4.2021 kl. 10:02

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Móðursýki og hystería eru nú sama fyrirbærið.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.4.2021 kl. 12:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja Þorsteinn en alltof margir vita ekki hvað móðursýki er, menn sem skrifa eins og Páll ná svo vel hrynjandanum líkt og hagyrðingar gera og gleðja þann sem les "upp úr leiðindum sínum"

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2021 kl. 12:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það er ekki oft sem maður sér svona stílbrögð sem Shakespeare  gerði ódauðleg í leikrit sínu um Júlíus Sesar, í ræðu Antoníusar.

Þetta virkar greinilega sé ég hér að ofan.

En það var ekki erindið, ég fékk flashbakk áratugi aftur í tímann, þegar dagar pennanna var því sem næst liðinn, þá tók ég eftir penna á góðu helgarblaði þar sem Arni Bergmann réði ríkjum, að mig minnir.

Ég sé að hann kann ennþá sitt fag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2021 kl. 13:19

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ágætir punktar hér að ofan, eins og jafnan hjá þeim sem leggja orð í tilfallandi belg.

Ástæðan fyrir því þríeykið Alma, Víðir og Þórólfur urðu leiðandi í sóttvörn er í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi fengu þau tiltrú í beinni útsendingu til allra landsmanna í upphafi faraldurs. Enginn gat séð það fyrir en allir sem fylgdust með sáu að þríeykið virkaði.

Í öðru lagi er hér á landi allt frá svokölluðu hruni rótföst tortryggni gagnvart stjórnvöldum, sérstaklega kjörnum fulltrúum. Um það þarf vart að deila með þá ríkistjórnarsögu sem við eigum frá 2009.

Þetta eru aðalástæður, að mínu mati, fyrir stöðu þríeykisins, Þórólfs sérstaklega, í sóttvörninni. Aldrei verður neitt sannað í þessum efnum, frekar en í annarri pólitískri og þjóðfélagslegri greiningu.

Veiran var óþekkt í upphafi og viðbrögð ómarkviss, bæði hér og erlendis. Grímur áttu ekki að virka í upphafi en síðan sannfærðust menn um grímuskyldu. Þríeykið gerði líka mistök, Víðir var of gestrisinn miðað við aðstæður og smitaðist. Þríeykið lærði af reynslunni, eins og aðrir, eftir því sem atburðarásinni vatt fram.

Ég hef ekkert séð sem bendir til annars en þau þrjú hafi unnið af fagmennsku og samkvæmt bestu vitund hverju sinni.

Í heildina hefur tekist vel, þótt sorglegir atburðir hafi orðið, sbr. Landakotsmálið. Það sjáum við á samanburði útbreiðslu faraldursins við önnur ríki. Við fórum ekki sænsku leiðina, sem reyndist röng, en heldur ekki leið meginlands Evrópu með útgöngubanni og víðtækum samfélagslokunum.

Íslenska farsóttarvörnin er farsælust. Að stórum hluta er það þríeykinu að þakka.

Páll Vilhjálmsson, 9.4.2021 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband