Farsótt og misskilið frelsi

Kínaveiran og sóttvarnir skerða frelsi sem áður var sjálfgefið. Þúsundir Íslendinga hafa setið í sóttkví og einangrun vegna kófsins. Það heitir stofufangelsi og er frelsissvipting á mælikvarða sem gilti fyrir farsótt.

Ferðamenn sem koma til landsins eru sendir í farsóttarhús til að fyrirbyggja nýsmit veirunnar. Sumir kalla það frelsissviptingu. En ferðmann hafa val, þeir þurfa ekki að koma hingað. Undarlegt er að fáir segja skerðing á frelsi þegar Íslendingar eru settir í stofufangelsi, sóttkví eða einangrun, í sama tilgangi. Spéhræðsla við útlendinga brýst þarna fram. En tilfellið er að Íslendingar standa sig ljósárum betur en flest útlönd í sóttvörnum.

Í meðfylgjandi frétt er sagt frá háu hlutfalli þeirra sem veikjast af COVID-19 og eru allt að 3 mánuði að jafna sig. Lægra hlutfall, raunar mun lægra, jafnar sig aldrei, fer ofan í gröfina.

Kínaveiran er skæð farsótt. Tveir möguleikar eru í stöðunni. Í einn stað að grípa til margvíslegra ,,frelsisskerðinga" s.s. sóttkvíar, einangrunar og farsóttarhýsingu ferðamanna. Í annan stað blasa við samfélagslokanir til að ráða við endurteknar smitbylgjur.

Svíar reyndu þriðju leiðina, að leyfa farsóttinn að éta sig í gegnum samfélagið. Þeir sneru við blaðinu þegar líkin hrönnuðust upp og heilbrigðiskerfið fór á hliðina.

Enginn hefur frelsi til að smita aðra sjúkdómi sem getur leitt til langvinnra veikinda og í versta falli ótímabærs andláts. Skrítið hve margir ágætlega gefnir einstaklingar skilja ekki þessi einföldu sannindi. Hverjum dytti í hug að kalla það frelsisskerðingu að bannað sé aka á vinstri vegarhelmingi? Hvað með frelsið til að bera vopn? Kaupa vændi? Komast í heróínvímu?

Samfélag þarf lög og reglur til að það sé starfhæft. Annars gilda frumskógarlögmálin.


mbl.is Einn af hverjum sjö með langvarandi einkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvert orð satt og rétt Páll

Halldór Jónsson, 2.4.2021 kl. 10:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vel orðað. Á sínum tíma mótmæltu margir reykingamenn því harðlega að vera sviptir því frelsi að reykja hvar sem þeir vildu. Þá lá það fyrir að óbeinar reykingar ofann í þá sem ekki reyktu höfðu sömu áhrif á þá og þótt þeir reyktu sjálfir ofan í sig.  

Á einum stað þar sem ég skemmti á þessum árum var reykjarkóf í salnum. 

Ég bað þá að rétta upp hönd í salnum, sem teldu það grundvallarmannréttindi að hafa frelsi til að ráða því hvort þeir reyktu. 

Yfirgnæfandi meirihluti var meðmæltur því, þeirra á meðal ég. Ég bað um rök fyrir því að ég og þeir sem ekki reyktu væru sviptir frelsi til þess reykja ekki, hvers vegna frelsi okkar til að forðast afleiðingar reykjarkófsins væri svona miklu minna heldur en hinna sem neyddu reykinn ofan í okkur. 

Sagðist ég persónulega ætla að hlíta meirihlutaviljanum um frelsi til að ákveða reykingar sínar sjálfur og fara af vettvangi. 

Kom þá á helstu talsmenn reykingafrelsisins og niðurstaðan varð sú málamiðlun að reykingamennirnir fóru út fyrir og fengu sér smók á meðan salurinn var reykræstur svo að hægt yrði að halda honum hreinum.  

Ómar Ragnarsson, 2.4.2021 kl. 18:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig gerðist þessi sigur á reykingum,satt að segja fylgdist ég ekkert með því.
Er ekki á sama hátt hægt að útiloka eiturlyfjafíkn? Get mér til að fégræðgi eigi þar sök á.Menn hafa sett reglur frá því ég man eftr mér t.d.hægri umferð og byggingu Borgarfjarðarbrúar,það eina sem ég man að var karpað mikið um. 

Allt var þolanlegt þar til velmegunin hafði spillt ungunum sem físti í gommu af peningum og Alþingi er gerspillt af himnarikinu í Brussel.Framhaldið ræðst af kosningunum ,en þangað til vinnið á þessari   Kínaveiru
 

  

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2021 kl. 05:06

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju er ekki skilgreint hverjir þessir 1 af sjö eru? Eru það háaldraðir eða veikburða fyrir? Fólk sem er lengi að jafna sig yfirleytt af flensu?

Það er enginn að deyja úr þessu hér Páll. Það er búið að bólusetja gamalmennin og nú er ungt og fílhraust fólk að fá þetta. Fólk sem sjaldnast finna nein veruleg einkenni önnur en venjuleg flensueinkenni. Þessari móðursýki verður að linna. Best væri að láta þetta ganga sinn gang núna og þá verður komið hjarðónæmi í vor.

Líklegt er að stór hluti þjóðarinnar sé þegar búinn að fá þetta án þess varla að verða vart við það.

Ég var á 15 manna vinnustað um daginn þar sem fólk vinnur náið saman. Fólk frá um tvítugu til rúmlega sjötugs. Viðskiptavinir ákváðu að prófa mannskapinn í vinnunni svona til öryggis og helmingur greindist með veiruna án þess að hafa grænan grun um það.

Það er engin vitræn réttlæting fyrir þessu powertrippi stjórnvalda að loka fólk nauðugt viljugt í stofufangelsi. Fólk sem er hrætt við þetta tekur ábyrgð á sér sjálft.

Þessi sturlun hefur valdið margfalt meiri og varanlegri skaða á samfélaginu öllu en nokkru sinni þessi flensa. Hún hefur verið nánast óþekkt úti á landi en samt er allt undir lás og slá og eitt látið yfir alla ganga með lögregluvaldi.

Í upphafi átti að hægja á smiti svo spítalarnir færu ekki á flot. Þetta hefur nú þróast út i það að koma í veg fyrir að nokkur maður fái flensuna. 

Allar flensur heita Covid Sars. Þessi smitast bara hraðar. Engar spár um alvarleika málsins hafa staðist og búið er að gera lækni að sólkonungi yfir landinu. Sá verður sennilega að fara á Vog eftir þetta powertripp. Fráhvörfin verða skelfileg fyrir litlu embættismennina sem nú eru farnir að elta uppi leikskólabörn til að hanga í valdinu.

Það er augljóslega búið að vígja þig í sauðahópinn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2021 kl. 05:23

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott hjá Ómari, en ég velti því fyrir mér hversu vel reykingarmennirnir skemmtu sér og hlógu að bröndurunum frá Ómari eftir þessa yfirhalningu.sealed

Annars sammála síðuhöfundi. Það eru allir orðnir þreyttir á stofufangelsinu, en það eru bara ekki margir möguleikar í stöðunni.

Ég á bágt með að trúa að COVID19 sé jafn meinlaust og hefðbundnar flensur, sem eru flestar ef ekki allar framkallaðar af veirum sem hafa orðið til af náttúrulegum orsökum.

Margt bendir til að kórónuveiran  hafi verið búin til á tilraunastofu í Kína og hönnuð til að vera drápstól í stríði. Síðan hafi hún sloppið út og ekki er hægt að útiloka að Kínverjar hafi sleppt henni lausri af ásetningi.

Málið er að kórónuveiran er mun betur brynvarin en aðrar veirur og því erfiðara að losna við hana en náttúrulegar flensuveirur. Þess vegna eru tilgátur um að COVID19 sé ekki hættulegra en venjuleg flensa, byggðar á afar veikum grunni.

Theódór Norðkvist, 3.4.2021 kl. 12:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert góður í dag Páll, í þessum buxunum sá besti sem tjáir sig um samfélagsmál.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2021 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband