Fréttaskortsala RÚV

Skortsala á hlutabréfum er að fá lánuð hlutabréf í fyrirtæki, selja á markaðsverði og veðja á að þau lækki. Gangi veðmálið eftir hirðir skortsalinn hagnað þegar hann kaupir nýja hluti á lægra markaðsverði og skilar lánveitanda.

RÚV hefur á seinni árum þróað fréttaskortsölu. Aðferðin gengur út á að velja sér skotmark er liggur vel við höggi, t.d. stjórnmálamann, fyrirtæki eða stofnun, og búa til fréttir til hneisu fyrir viðkomandi. Gangi veðmálið upp og skotmarkið er rúið trausti og virðingu valdeflist RÚV, fær greiðari aðgang að sjóðum almennings og fréttamenn e.t.v. verðlaun Blaðamannafélags Íslands.

Skortsalar á hlutabréfamarkaði koma af stað gróusögum um að rekstur fyrirtækisins sem þeir tóku skortstöðu í sé á fallandi fæti. Fréttamenn RÚV eru virkir á samfélagsmiðlum við að útmála sekt skotmarksins. Þá gera þeir stundum formlegt bandalag við aðra fjölmiðla, Stundina til dæmis, þegar verulega mikið er í húfi, svo sem í fréttaskortsölu á Samherja. 

Skortsala á hlutabréfum þjónar því hlutverki að grisja markaðinn af veikburða rekstri. Fréttaskortsala RÚV skilur eftir sig sviðna jörð þar sem grunngildi samfélagsins um sanngirni, réttlæti og heiðarleika eru fótum troðin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband