Þriðjudagur, 30. mars 2021
Einstaklingsfrelsi og lýðræði í mótsögn
Ofur-einstaklingshyggja grefur undan lýðræðinu. Getur það verið? Jú, líklega, segir blaðamaðurinn Melanie Phillips í breskum umræðuþætti með yfirskriftinni ,,Boðar vaxandi einstaklingshyggja endalok lýðræðis?"
Lýðræðið sem við búum við, fulltrúalýðræði, gerir ráð fyrir að við eigum sameiginlega menningu og stofnanir sem eru umgjörð um samfélagið. Ofur-einstaklingshyggja, á hinn bóginn, á ekkert sameiginlegt með öðrum. Hún er sjálfri sér nóg og blind á samfélagið.
Umræðan hér heima gefur til kynna endurskoðun á einstaklingsfrelsi. Í nýlegu viðtali talar Hannes Hólmsteinn Gissurarson fyrir ,,frjálslyndri íhaldsstefnu". Hér áður var fremur talað fyrir ,,frjálshyggju" - sem þýddi oftast óhefluð einstaklingshyggja.
Athugasemdir
Er höfundur þá að vísa mögulega í einn forráðamann stórrar útgerðar eða .... ?
Spyr sá em ekki veit.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.3.2021 kl. 10:46
Blessaður Páll.
Frjálslynd íhaldsstefna er algjörlega í mótsögn við frjálshyggju, frjálslyndir íhaldsmenn drápu frjálshyggju 19. aldar, í dag sjáum við þá veita Nýfrjálshyggjunni djúp sár, sbr. Trump í Bandaríkjunum, í raun er höfuð óvinur þeirra frjálshyggjan, sem hyglar Örfáum, brýtur niður samfélagsgerðina (sem íhaldsmenn vilja framar öðru vernda), brýtur niður þjóðríki, færir framleiðslu þeirra í stórverkssmiðjur alþjóðavæðingarinnar.
Af öðrum ólöstuðum þá les ég ekki beinskeyttari gagnrýni frjálslyndra íhaldsmanna á frjálshyggjuna, eða Nýfrjálshyggjuna, en í pistlum þínum Páll.
Hinn algjöri ósigur helstefnunnar, sem markvisst hefur reynt að drepa þjóðríkið, og reynt að gera okkur öll að þrælum alþjóðavæðingarinnar, eru þessi orð postulans, sem fann þá einu vörn að snúa faðirvori andskotans aftur á trú og kærleik kristinnar siðmenningar.
Hannes er ekki frjálslyndur íhaldsmaður, en hann áttar sig á dómi sögunnar, eða það sem verra er fyrir hann, þeim eina dómi sem enginn getur umflúið.
Flótti hans og afneitun skýrist líklegast algjörlega af þeirri staðreynd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.3.2021 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.