Mánudagur, 29. mars 2021
Mannlíf og RÚV til varnar Róbert Wessman
,,Ég taldi fulla ástæðu til þess að setja fótinn niður og tjáði Róbert ítrekað, að ég myndi ekki beita mér fyrir því að koma höggi á umrædda aðila í fjölmiðlum og vega beinlínis að æru og mannorði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma útgefandi Mannlífs, sem Róbert fjármagnaði..." segir Halldór Kristmannsson sem til skamms tíma var náinn samstarfsmaður Róbert Wessman.
Mannlíf kynnir sig sem ,,beittur og lifandi fjölmiðill" er ekki bitlaust í vörn sinni fyrir Róbert. Útgáfan kynnir til sögunnar Láru Ómarsdóttur, gamalkunnan RÚV-ara, sem ber í bætifláka fyrir launagreiðanda sinn þessa stundina.
Þóra Arnórsdóttir, samstarfsmaður Láru á RÚV, skrifar frétt á Efstaleitis-miðilinn hliðholla Róbert.
Auðmenn kaupa sér almannatengla úr röðum blaða- og fréttamanna og fá í kaupbæti tengslanetið. Og hvað gera blaðmenn í löglega siðleysinu? Jú, þeir veita hverjir öðrum verðlaun fyrir vel unnin störf.
Morðhótanir og líkamsárásir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þarna sé alvarleg siðblinda á ferðinni. Orðræðan bendir til þess að mönnum er ekki sjálfrátt. Það þarf ekki að koma á óvart að RÚV sé hlutdrægt í sínum málflutning. Hlutleysi RÚV yrði fréttaefni ef það skyldi einhvern tíma gerast.
Kristinn Sigurjónsson, 30.3.2021 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.