Samfélagslokanir og upplýsingaóreiða

Þjóðverjar ganga ekki í takt í samfélagslokunum vegna farsóttar. Landsmóðirin Merkel er í öngum sínum. Er það vegna upplýsingaóreiðu sem Þjóðverjar láta af þeim sið að hlýða miðstýrðu ríkisvaldi?

Nei, ekki er skortur á sönnum upplýsingum um Kínaveiruna og afbrigði hennar. X prósent veikist og y prósentum verður veiran að fjörtjóni. Hlutföllin eru þekkt, þótt prósentu skeiki til eða frá eftir hvaða þýði er skoðað.

Aftur er annað mál hvaða ályktanir eru dregnar af upplýsingunum. Sumir segja nauðsynlegt að hefta útbreiðslu veirunnar með samfélagslokunum á meðan aðrir telja afleiðingar lokana of dýru verði keyptar. 

Hér á Ísland er almenn samstaða um hóflegar lokanir og upprætingu smita með einangrun og sóttkví. Við höfum sömu upplýsingar og Þjóðverjar en drögum einsleitnari ályktanir af þeim en þýskir.

Hugtakið ,,upplýsingaóreiða" er einatt notað til að berja á fólki sem hugsar öðruvísi en yfirvöld vilja. Það er ekki falleg iðja. 


mbl.is Merkel hvetur öll lönd Þýskalands til að skella í lás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lætin! mamma Merkel; hvað næst? Læsa alla í skírlífisbelti. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2021 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband