Fimmtudagur, 25. mars 2021
EES gerir Ísland ósjálfbjarga
Evrópusambandið hikar ekki við að brjóta EES-samninginn þegar Brussel-valdinu býður svo við að horfa. Núna er Ísland sett á bannlista vegna þess að ESB er í hallæri með bóluefni. Fyrir ári braut sambandið á okkur og EES-samningnum með því að banna útflutning til Íslands á búnaði í upphafi Kínaveirunnar s.s. hlífðarfatnaði.
Verst af öllu er þó að EES-samningurinn gerir íslensku stjórnsýsluna ósjálfbjarga. Í ráðuneytunum starfa meira og minna gallharðir ESB-sinnar sem sjá Evrópulausn á sérhverju vandamáli sem upp kemur.
Vitanlega átti Ísland að sækja sér bóluefni beint til framleiðenda en ekki stökkva á ESB-vagninn. Það voru skelfileg mistök sem má rekja til ósjálfbjarga stjórnsýslu. Í Brussel er ekki vinum að mæta. Það vita allir nema íslenskir embættismenn sem þegar eru gengnir ESB á hönd.
Gengur í berhögg við EES-samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er komið að því að Íslendingar eigi að segja EES samningnum upp áður en hann veldur meiri skaða en hann hefur nú þegar gert.....
Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 10:13
Ekki er reisnin mikil yfir ríkisstjórn Íslands
Halldór Jónsson, 25.3.2021 kl. 10:26
Stemmir nú ekki alls:
"Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands.
Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir í tilkynningu sem sett var inn á covid.is í gærkvöldi"
Ívar Ottósson, 25.3.2021 kl. 10:48
Ívar, tekur þú það sem Kata litla segir, sem heilögum sannleika?????
Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 11:01
Settu nú upp gleraugun og lestu fréttirnar litli Jóhann, þetta stendur í flestum fjölmiðlum þmt ykkar heittelskaða morgunblaði.
Island er EKKI í þessu banni.
Ívar Ottósson, 25.3.2021 kl. 11:05
Þú svaraðir ekki því sem ég spurði að. Ég er búinn að lesa fréttina og þarf ekkert að lesa hana aftur......
Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 13:18
Ég svara ekki spurningum þar sem er gert lítið úr fólki.
Og þú Jóhann virðist ekkert vera neitt stórmenni sjálfur....síður enn svo.
Ívar Ottósson, 25.3.2021 kl. 14:22
Mikið uppistand út af engu?
Hörður Þormar, 25.3.2021 kl. 14:53
Hvar geri ég lítið úr einhverjum og ég hef ekki verið að telja mig eitthvað stórmenni Ívar en vesalmenni reyna að gera lítið úr öðrum þegar þeir verða rökþrota eins og er tilfellið með þig.....
Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 16:37
Sammála...vesalmenni gera lítið úr öðrum samanber uppnefninguna þína á forsætisráðherranum hér að ofan.
Og ef þú heldur að hér eigi sér stað einhverjar rökræður á milli okkar þá ert þú nú bara sjálfur ansi rökþrota.
Ívar Ottósson, 25.3.2021 kl. 16:54
Ég uppnefndi hana ekki heldur notaði ég styttingu á nafni hennar og skallaði hana Kötu litlu, sem er að öllu leiti rétt því ég hefði farið með rangt mál ef ég hefði kallað hana Kötu stóru en þetta er sennilega fyrir ofan þinn skilning og ef þetta er ástæðan fyrir því að þú "gast ekki" svarað spurningu minni, þá ert þú meira en lítið viðkvæmur og ættir að leita þér hjálpar.Og Ívar það verður ekki séð að það hafi nokkra þýðingu að eiga nokkrar vitrænar rökræður við þig...
Jóhann Elíasson, 25.3.2021 kl. 17:52
Sitt sýnist hverjum.....og mér sýnist þetta vera tímaeyðsla dagsins eiga orð við þig....rökræður eigum við engar en haltu bara áfram að pissa í eigin skó.
Ég hef ekki tíma í það lengur að hjálpa þér við það...
Ívar Ottósson, 25.3.2021 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.