Ríkið rís á ný, mannréttindi afturkölluð

Englendingur sem hyggst nýta sér ferðafrelsið og fara til útlanda gæti átt von á sekt upp á tæplega milljón íslenskra króna, segir í frétt Viðskiptablaðsins. Frá miðöldum með Magna Charta er England í fararbroddi mannaréttinda.

Í Þýskalandi og Frakklandi er lok, lok og læs á atvinnu-, funda- og ferðafrelsi. Víða í Evrópu sætir fólk stofufangelsi, sem kallað er útgöngubann.

Mannréttindi sem vestrænar þjóðir um árabil gengið að vísum eru fokin út í veður og vind á örfáum misserum. Nánast mótþróalaust.

Stórmerkileg þróun og öll í nafni sóttvarna.

Ríkisvaldið var afskrifað fyrir fáeinum árum. Alþjóðastofnanir og alþjóðleg fyrirtæki áttu að sjá um að reka heimsþorpið í algleymi mannréttinda. Það bjó til greiða leið fyrir efnahagslega flóttamenn að valhoppa í vestræna velmegun úr fátækt, eymd og mannréttindaleysi heimahaganna.

Ríkisvaldið er heldur betur mætt til leiks á ný. Hvorki alþjóðastofnanir né yfirþjóðleg samtök, ESB skýrasta dæmið, réðu við Kínaveiruna. Ríkið stökk inn í valdatómið til að verja lýðheilsu þegnanna.

Mannréttindi eru, þegar öllu eru á botninn hvolft, einskins virði nema þau séu vernduð af ríkisvaldi. Það sem ríkið gefur getur ríkið tekið.

Íslendingar ættu allir sem einn að fyllast væntumþykju til ríkisins sem þeir tilheyra. Við búum við milt og hófstillt ríkisvald.

 


mbl.is Þýskalandi skellt í lás yfir páskana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Vel orðað og naglinn sleginn á höfuðið og á bólakaf í þurrafúann.

Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2021 kl. 13:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá á rúv að sagt var að mótmæli í Hollandi væru í leyfisleysi. Nú eru sem sagt grundvallar mannréttindi háð leyfi yfirvaldsins.

Maður þarf að fá það uppáskrifað af yfirvaldinu ef maður vill mótmæla yfirvaldinu.

Það er þó huggun þar að menn hunsa svona mannréttindaníð og mótmæla samt. Eftir því sem lögreglunni er sigað meira á mótmælin þess meiri harka færist í leikinn. Vopnist yfirvaldið vopnast fólkið.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2021 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband