Mánudagur, 22. mars 2021
Efnahagsmál aðalatriðið...eða ekki
Enginn stjórnar hvert verður aðalmál kosninganna í haust. Margir vilja dagskrárvaldið, bæði stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og miðlar, bæði kenndir við fjöl og samfélag. En oft er það ófyrirséð atburðarás sem kemur til sögunnar og framkallar mál málanna hverju sinni.
Að því gefnu að jarðhræringar á Reykjanesi stilli sig um senuþjófnað í sumar verður kófið og eftirmál þess í forgrunni. Einhverjir virðast telja að efnahagsþáttur kófsins verði mest áberandi. En það er ólíklegt. Efnahagslega komum við vel undan faraldrinum.
Félagslegir þættir og lýðheilsa kófsins verða að líkum veigameiri en krónur og aurar. Þar virðist ríkisstjórnin ætla að leggja á tæpasta vað, opna landið ferðamönnum og slaka á sóttvörnum.
Búið er að stimpla inn í þjóðina að komi upp nýsmit Kínaveirunnar verði að rekja smitið og setja í sóttkví alla sem mögulega gætu hafa smitast. Að öðrum kosti rís faraldur, kenndur við bylgjur. Fyrir hálfum mánuði setti einn smitberi 100 manns í sóttkví. Það þarf ekki mikið til.
Ef það fer svo að ótímabær opnun landsins leiðir til samfélagslokana fyrir kosningar verður ríkisstjórnarflokkunum hugsuð þegjandi þörfin í kjörklefanum. Betri er krókur en kelda, segir máltækið.
Fyrst og fremst kosið um efnahagsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylking og Píratar ætla að keyra á "ekki Trump" aðferðina sem virkaði í USA og kom Biden í Hvíta Húsið án þess að hann þyrfti að sýna fram á neina burði til þess að gegna því embætti.
Þessi taktík virðist strax vera orðin frekar örvæntingafull einsog sést í grein eftir Sigurborgu í Mbl í dag sem ber hina stóru yfirskrift "Samstaða um frelsið" enn aðalinnihaldið þar er að rifja upp einhverjar eldgamlar lygasögur um Davíð þegar hann var borgarstjóri hvers tilgangur virðist einungis vera að reyna að hræða kjósendur til að kjósa allt nema íhaldið
Grímur Kjartansson, 22.3.2021 kl. 07:21
Víst er að þingmenn sumra flokka vilja dreifa athygli kjósenda frá óþægilegu málunum og láta umræðuna snúast um eitthvað annað en raunveruleikann. Auðvitað eru efnahagsmál mikilvæg og um þau þarf að ræða, ekki síst eftir gífurlega skuldasöfnun ríkissjóðs vegna covid. En efnahagsmálin eru fjarri því aðalatriði komandi kosninga.
Kosningarnar eiga fyrst og fremst að snúast um sjálfstæði þjóðarinnar, einkum gagnvart ESB. Þar fer okkur hallloka með hverju árinu. En þetta mál vilja fæstir þingmenn ræða. Núverandi stjórnarflokkar af þeirri ástæðu að þeir sviku sína kjósendur í afgreiðslu op3 og færðu þar ESB óþarfa vald yfir orkuauðlynd okkar. Samfylkingarflokkarnir allir, vilja ekki ræða þetta af augljósum ástæðum, þeirra stefna þar er skýr og ekki heppileg til atkvæðaveiða.
Einnig má telja fleiri mál sem koma ofar hagstjórninni í hugum kjósenda, en sjálfstæðið hlýtur alltaf að vega þar þyngst.
Gunnar Heiðarsson, 22.3.2021 kl. 07:44
Ef við byrjum á því útilokum alla flokkana sem að ætla að stefna á esb;
eins og samfylkinguna, viðreisn og pírata;
hvaða flokkar eru þá eftir?
Ef að xd, xb, xvg eru allir að flaðra upp um dragdrottningar
og leggja blessun sína yfir kynrænt sjálfræði;
=þá eru ekki margir flokkar eftir til að velja úr.
Jón Þórhallsson, 22.3.2021 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.