Þriðjudagur, 16. mars 2021
Vísindin, veiran og breska bóluefnið
Vísindin eiga erfitt uppdráttar á kóftímum. Þau voru óráðin í fyrstu um varnir (grímur - ekki grímur; bæling eða hjarðónæmi sbr. sænska tilraunin) og núna eru það bóluefnin. Bjargar bólusetning eða drepur hún?
Eitt bóluefni er í skotmáli, grunað um að valda blóðtappa eða lífshættulegu sjálfsofnæmi, einkum hjá konum á besta aldri. Bólefnið sem um ræðir heitir AstraZeneca víðast hvar en Oxford í Bretlandi þar sem það er framleitt.
Stærstu ríki Evrópu settu tímabundið bann á bóluefnið á meðan nánar skyldi að gætt hverskyns væri.
Kurlin eru ekki öll komin til grafar og á meðan er ekki bólusett með breska bóluefninu.
Ekki er ólíklegt að ,,vísindin", já, höfum þau í gæsalöppum, komist að þeirri niðurstöðu að litlar, jafnvel sáralitlar, líkur séu á að bóluefnið valdi skaða. Hér væri talað um prósentubrot.
Hængurinn er sá að nánast það sama gildir um Kínaveiruna sjálfa. Litlar líkur eru á að fullfrískt fólk veikist alvarlega.
,,Vísindin" í þessu samhengi eru ekkert annað prósentur og brot af þeim. Þau geta enga leiðsögn veitt hvort sé skárra að taka áhættuna af veirunni eða bóluefninu.
Snúið mál, ekki satt?
Ekkert bendi til orsakatengsla við blóðtappa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll.
Það deyr enginn af bóluefninu. Fólk deyr vegna skorts á því.
En fólk sem fær bóluefni frá AstraZeneca mun hins vegar ekki fá vernd gegn neinu öðru en en Kínaveirunni. Það mun samt halda áfram að fá blóðtappa og allt það sem lífinu sem vörnin veitir fylgir.
Það er út í hött að "nánast" líkja Wuhanveiru-farsóttinni við aukaverkanir af völdum varna gegn henni. Aukaverkanir af bóluefninu eru hins vegar sönnun þess að bóluefnið virkar. Þær eru kostur en ekki galli.
Dánarhlutfallið af völdum veirunnar er á bilinu 0,25 til 25 prósent, allt eftir löndum og heilbrigðiskerfum þeirra. Dánarhlutfallið af völdum bóluefnisins er ekkert.
Bara svo þetta sé á hreinu.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2021 kl. 17:26
Benda má á að dánarhlutfallið (e. mortaloty) í Frakklandi af völdum Kínaveirunnar er 24,9 prósent á skrifandi stund. Þar á meðal var fullfrískt ungt fólk ásamt ásamt ungu fólki sem var ekki svo frískt þegar á reyndi.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2021 kl. 17:43
"mortality" á það að vera
Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2021 kl. 17:44
Eg tek undir með Gunnari Rögnvalds að hér er um ákveðna pólitíska árás að ræða á þetta Astra Zeneca bóluefni. Að öllum líkindum vegna samkeppnishagsmuna þýskra og franskra bóluefnaframleiðenda. Ekki er þó útilokað að Brussel svíði undan velgengni Breta við að bólusetja sína þjóð á meðan ESB er enn ljósárum á eftir með sína áætlun. Enginn skal vanmeta biturð og öfund þeirra sem tapa í átökum jafnvel þegar stórþjóðir eiga í hlut.
Það er hins vegar ofar skilningi flestra hvers vegna íslensk heilbrigðisyfirvöld bundu trúss sitt við þetta volæðisbandalag þegar heill þjóðarinnar var undir. ESB er ekki lausnamiðað, það kann aðeins að úbúa tilskipanir sem draga lífskraftinn úr aðildarþjóðunum. Við erum ekki ein þeirra þjóða sem ESB samanstendur af og því ástæðulaust að leggjast undir hramminn. Manni dettur helst í hug að kannski nenni menn bara ekki lengur að takast á við verkefnin sem þeim eru falin. Annað eins hefur nú þekkst.
En ef við lítum á tölurnar sem við erum að fást við í augnablikinu, þá má sjá að alvarleg tilfelli eru flest í hópi þeirra sem fengu Pfizer bóluefnið 22/22.248. Fimm í Modernahópnum sem þó hefur aðeins fengið 2.650 skot og 5 í hópnum sem fengu AZ þó búið sé að bólusetja hátt í 10 þúsund manns. Þessar tölur eru af vef Landlæknis og Lyfjastofnunar. Langflestir sem létust eftir sprautuna eru í Pfizer hópnum og aðeins 1 í hvorum hinna hópanna. Hlutfallslega eru þó flest alvarleg tilkvik tilkynnt vegna Modern(0.2%),þar næst frá Pfizer(0.1%) og AZ(0.05%) rekur svo lestina. Samt dettur engum hér í hug að mælast til að hætt sé að nota Pfizer eða Moderna.
Þann 8. mars höfðu 92 milljón Bandaríkjamenn verið bólusettir og þar af borist 1637 dánartilkynningar til CDC. Allt þetta fólk var bólusett með Pfizer og Moderna bóluefnunum enda AZ ekki enn fengist samþykkt þar í landi.
Talað er um aukna tíðni blóðsega og fækkun blóðflaga hjá hinum bólusettu. Það væri nær að hefja rannsókn á t.d. hvort fækkun blóðflaga hafi verið til staðar fyrir bólusetningu eða hvort eitthvað í bóluefninu sé að orsaka hana. Og þá liggja öll bóluefnin undir grun.
Ragnhildur Kolka, 16.3.2021 kl. 18:01
Það er kolrangt að vísindin eigi erfitt uppdráttar á covid tímum. Þvert á móti blómstra þau nú sem sjaldan fyrr.
Aftur á móti virðist skilningur sumra bloggara á því hvað vísindi eru ekki sérlega blómlegur.
Væri kannski ráð að gúggla?
Kristján G. Arngrímsson, 16.3.2021 kl. 18:19
Enginn nefnir Johnson&jonhson,hvað þá jensen en jensen,minnir að heilbrigðisráðuneitið væri með annað tveggja í sigtinu.
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2021 kl. 18:47
Í Bandaríkjunum er AstraZeneca í gangi með stórskala-prófun á Oxford/Spitfire bóluefninu. Henni er ekki lokið enn, en 100 milljón skammtar bíða þar eftir því að skráningar- og viðurkenningarferlinu ljúki. Bandaríkin voru ekki efst á lista Astra, og þess vegna er bóluefni þess ekki komið í notkun þar enn.
Evrópusambandið bað um að fá þessa 100 milljón skammta til sín, en Biden-stjórnin neitaði þeirri beiðni og sagði sambandinu að búast ekki við neinu þaðan í bráð. Það gæti bent til þess að markaðssamþykki sé á tröppunum þar.
Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2021 kl. 19:01
Kristán.
Vísindi eiga mjög erfitt uppdráttar í Evrópusambandinu. Þess vegna deyr fólk fólk þar í umfram-unnvörpum. Sjá: Dauðsföll Angelu Merkels kanslara.
Og við erum því miður að flytja þann villimannadans ESB gegn vísindum inn.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2021 kl. 19:20
Vísindaleg umræða á því miður erfitt uppdráttar á tímum þegar samfélagsmiðlar og margir fjölmiðlar setja sér þá viðmiðunarreglu að útiloka skoðanir og röksemdir þeirra sem ekki fylgja þeirri línu sem stjórnvöld hafa markað. Hér má til dæmis sjá hluta af viðmiðunarreglum LinkedIn:
"Do not share content that directly contradicts guidance from leading global health organizations and public health authorities."
Hverjum hugsandi manni er það vitanlega fullljóst að leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda, sér í lagi á þessum tímum, grundvallast á mjög takmarkaðri þekkingu og oft umdeilanlegum röksemdum. Það þarf ekki annað en að horfa til þess með hvaða hætti þær hafa breyst. Nýjar upplýsingar koma fram, sem oft stangast á við þessar leiðbeiningar. Nýjar rannsóknir eru gerðar, og niðurstöðurnar stangast oft á við þessar leiðbeiningar. Út á þetta ganga nú vísindin. Til að vísindin þróist er því opin umræða nauðsynleg. Og umræða verður aldrei opin þar sem ritskoðun er viðhöfð. Þetta er ákaflega einfalt og það ættu allir að geta skilið það mjög vel. Sumir vilja samt eflaust ekki skilja það.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2021 kl. 20:19
Blessaður Páll.
Það hvarflar að manni stundum að þú þurfir að uppfylla ákveðinn kvóta um ákveðin sjónarmið, sem þú ert tregur til, enda þarf vissa blöndu af vitglöpum og heimsku til að taka undir þau.
Ekkert bendir til að þú sért kominn á þann aldur að vitglöp séu farin að herja á þig, hver snilldarpistillinn á fætur öðrum einfaldlega staðfesta það.
Og því miður, þá staðfesta þeir það líka að heimskan er ekki heldur skýring.
En það aftur á móti skýrir tregðuna, það vantar alla sannfæringu í þessa "andkóvid" pistla þína, reyndar kannski ekki ljóst í upphafi faraldursins, og eitthvað fram eftir sumri, en síðan hefur þú sjálfur jarðað þá heimsku að gera lítið úr faraldrinum.
Í millitíðinni sá Gunnar um að jarða þig, það er þennan sorglega pistil þinn þar sem dauðans alvara er höfð í flimtingum.
Gröfin sem hann gróf, og mokaði yfir, var það djúp að ég hygg að jafnvel huggunarorð Þorsteins fái þar engu um haggað, menn vilja jú vera lík áður en yfir þeim er lesið falleg orð.
En þetta veistu mæta vel Páll, það er ekki að ástæðulaus að ill nauðsyn er kölluð ill nauðsyn.
Megi langur tími líða þar til næsta nauðsyn kallar á svona skrif.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2021 kl. 22:23
Ekki var það nú merkilegur jarðsöngur hjá Gunnari. Sýnir aðeins að í fyrsta lagi kann hann ekki að reikna (92,5 þúsund eru ekki 25% af 4,15 milljónum heldur 2,2%) og í öðru lagi að hann gerir sér ekki grein fyrir að fjöldi greininga og fjöldi smita er sitt hvað, og dánarhlutfall miðast vitanlega við fjölda raunverulegra smita, sem er margfalt meiri en fjöldi greininga. Þannig fór nú um sjóferð þá.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.3.2021 kl. 23:00
Þorsteinn minn.
Ég held að Gunnar eigi alveg eftir að útskýra fyrir þér útreikninga sína ef hann nennir, jafnvel kannski fyrir mig líka.
En það segir allt sem segja þarf, að þú rýndir í smáaletrið sem var neðanmáls í lok greinar, til að finna höggstað.
Enda veistu jafnvel og ég, og allir aðrir, að þessi veira reyndist illvígari en nokkurn grunaði í upphafi faraldursins.
Þrátt fyrir nútíma læknavísindi, með allri sinni tækni og þekkingu sem stöðugt reynir að bæta sig, að finna lausnir, og þrátt fyrir allar hinar samfélagslegu lokanir sem eiga sér fá eða engin fordæmi í gjörvallri mannkynssögunni, þá deyja svona margir, samt hefur veiran aðeins náð að höggva skörð í varnarmúrinn um fólkið í áhættuhópi, aldrei náð inn fyrir múra hans.
Drepsóttir fortíðarinnar drápu, en hvert hefði mannfallið orðið í dag með þeim vörnum sem beitt var gegn Kóvidveirunni??
Vissulega fyrir nytjahyggjumann er kóvid ákveðin lausn á þeim kostnaði sem hlaust af öldrun velmegunarþjóða, mannfallið er mest í elstu aldurshópunum.
En það veit enginn hvað hefði gerst ef drepsóttin hefði fengið frítt spil að veikja og veikla, nú þegar hafa komið fram erfiðari afbrigði hennar kennt við lönd þar sem seint og illa var gripið til varna, það breska, það brasilíska og það Suður Afríska, en er talið á fingrum annarrar handar, samt svona illskeytt miðað við fyrstu bylgju veirunnar, ólíklegt er að báðar hendur og jafnvel fætur dygðu til að telja slík afbrigði sem dreifast hraðar, og jafnvel smita verr.
Það rímar við mislingafaraldra Nýja heimsins, það voru seinni bylgjur hans sem nánast útrýmdu fólki á þéttbýlum svæðum Ameríku, jafnt í norður, mið eða suður.
Það tekur nefnilega kynslóðir að byggja upp vörn gegn nýrri veiru, og þegar einn markhópur er þurrkaður út þá finnur hún sér annan.
Þú veist þetta Þorsteinn, Páll veit þetta vissulega, um það vitna margir stórgóðir pistlar hans.
Og ég fullyrði að hann vill ekki láta jarðsyngja sig lifandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2021 kl. 23:26
Útreikningur Gunnars er ósköp einfaldlega rangur. Það er ekkert þar að útskýra. Og veiran er nú einmitt miklu minna illvíg en haldið var í upphafi. Þetta vita allir sem kynna sér málin.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.3.2021 kl. 13:41
Ja þú segir það Þorsteinn, en enn og aftur þá voru þeir ekki einu sinni hluti af líkræðunni, svona meir eins og menn laga til mold eftir að rekum er kastað.
Hins vegar hlýtur þú að vera djóka þegar þú segir að veiran sé minna illvíg en haldið var í upphafi. Þreföldun dauðsfalla í haust og í vetur í löndum eins og Bretland, þrátt fyrir að þekking lækna hvernig best er að meðhöndla pestina hefur margfaldast síðan í vor, þá vissu menn svo lítið, og á meðan dó fólk sem í dag hefði verið hægt að bjarga.
Dauðsföllin eru sirka tólfföld á við venjulega flensu í meðalári, þrátt fyrir allar samfélagslegu lokanirnar, sem og stífar sóttvarnir þess á milli, fólk í áhættuhópum lokað sig inni í stórum stíl, heimsóknarbann á elli og hjúkrunarheimilum, og svo framvegis.
Ef þetta er ekki illvígt, hvað er þá illvígt í þínum huga??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2021 kl. 14:43
Í upphafi var haldið að veiran dræpi 3-4% þeirra sem smituðust af henni. Nú er vitað að hún drepur 0,1-0,2% þeirra sem smitast af henni.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.3.2021 kl. 15:20
Þetta er ekki svar Þorsteinn, og þú veist það mætavel að þessi 0,1-0,2% er eins og hvert annað búllshit, ef þú vilt halda þig frá raunveruleikanum, þá skaltu taka vitleysuna í botn og segja að dánarhlutfallið er 0,0, heimild dánartölur á Suðurskautinu og Færeyjum.
En sem góður strákur skal ég endurtaka spurningu mína, ásamt forsendu;
"Hins vegar hlýtur þú að vera djóka þegar þú segir að veiran sé minna illvíg en haldið var í upphafi. Þreföldun dauðsfalla í haust og í vetur í löndum eins og Bretland, þrátt fyrir að þekking lækna hvernig best er að meðhöndla pestina hefur margfaldast síðan í vor, þá vissu menn svo lítið, og á meðan dó fólk sem í dag hefði verið hægt að bjarga.
Dauðsföllin eru sirka tólfföld á við venjulega flensu í meðalári, þrátt fyrir allar samfélagslegu lokanirnar, sem og stífar sóttvarnir þess á milli, fólk í áhættuhópum lokað sig inni í stórum stíl, heimsóknarbann á elli og hjúkrunarheimilum, og svo framvegis.
Ef þetta er ekki illvígt, hvað er þá illvígt í þínum huga??".
Þú hlýtur að vera búinn að hugsa hvað þú telur vera illvíga farsótt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2021 kl. 18:12
Það er alveg tilgangslaust að rökræða við fólk sem bullar bara. Það er einfaldlega almenn vitneskja í dag hvaða hlutfall þeirra sem smitast af þessari pest deyr úr henni. Það er líka almenn vitneskja hvert þetta hlutfall var talið vera í upphafi. Staðhæfingar úr lausu lofti gripnar breyta ekki neinu um það.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.3.2021 kl. 20:15
Hvað?
Kunnið þið ekki að lesa grafið sem ég krækti á (24,9 prósent á skrifandi stund).
Smella á krækjuna, blaða hægt og rólega niður þar til þið komið að:
"Outcome of Cases (Recovery or Death) in France"
En þið eruð kannski með vasapókerútgáfu af kenningum um eitthvað annað? Til dæmis ágiskanir?
Ekki má maður líta af ykkur. Allt bara komið í andaglas í hvelli.
Enn og aftur kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2021 kl. 00:15
Takk Gunnar, ég skildi þig alveg, hefur sjálfur notað þessa nálgun á góðum stundum en við vitum svo sem báðir að þetta hlutfall fer lækkandi eftir því sem fleiri ná sér. Hygg samt að það séu aðrar nálganir og félagi Þorsteinn er svag fyrir þeirri að lesa út frá öllum sem hugsanlega hafa fengið veiruna en eru einkennalausir.
Sbr ef þú skoðar frumbreytingar hjá fólki, sem gerist hjá öllum við ákveðin aldur, þá getur þú fullyrt að krabbamein sé sárameinlaust, aðeins prómil þeirra sem hafa frumbreytingar fá lífshættulegt krabbamein.
En það er þitt að verja þín svör.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2021 kl. 08:55
Blessaður Þorsteinn.
Þú værir gáfulegri ef þú notaðir ekki alltaf sömu rispuðu plötuna þegar þú ert rökþrota.
Svo ég spyrji þig aftur, hvað er illvíg farsótt í þínum augum??
Að allir séu lokaðir inni, alltaf?
Að allir þurfi að ganga í geimverubúning öllum stundum líkt og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir cóvid sjúklingum?
Tuttugufalt mannfall miðað við flensu, hundraðfalt??
Eitthvað hlýtur að búa að baki orðum þínum um að þessi pest sé ekki illvíg.
Svaraðu nú einu sinni, sýndu sjálfum þér þá virðingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2021 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.