Jón Þór grunar sjálfan sig um trúnaðarbrot

Píratinn Jón Þór biður um rannsókn á sjálfum sér, hvort hann hafi sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis brotið trúnað. Með orðum Jón Þórs:

Ég hef engu að síður óskað eft­ir því að skrif­stofa Alþing­is kanni hvort, og þá hvar, form­leg mörk liggja í þess­um mál­um. Hvenær trúnaður sé rof­inn og hvenær ekki. Jafn­framt hef ég upp­lýst for­seta Alþing­is um málið og mik­il­vægi þess að fá úr þessu skorið.

Málið er fremur einfalt. Sem þingmaður og nefndarformaður fær Jón Þór trúnaðarupplýsingar. Hann brýtur trúnað, fer með upplýsingarnar í fjölmiðla. Það er trúnaðarbrot.

Í þessu máli er Jón Þór sekur eins og syndin. Að hann biðji um rannsókn á sjálfum sér er í senn játning og ákall um vægð. Rislágur þingmaðurinn er of lítill til að viðurkenna hreint út að hann braut af sér og biðjast afsökunar.


mbl.is Jón Þór Ólafsson vísar trúnaðarbresti á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur hann nokkurntíman gefið skýringar á því hversvegna hann leigði niðurgreitt húsnæði í námsmannaíbúðum meðan hann var á þingi úr því að hann er svona heiðarlegur?

Halldór Jónsson, 7.3.2021 kl. 13:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór. Á þeim tíma var konan hans í námi við Háskóla Íslands, sem hún útskrifaðist nýlega úr með meistaragráðu. Að sjálfsögðu bjó hann þá hjá konu sinni og börnum, eða hvað annað?

Páll. Hvaða upplýsingar fór hann með í fjölmiðla sem voru ekki þegar á allra vitorði. Tengil á viðtal eða beina tilvitnun takk.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2021 kl. 18:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju ekki hún hjá honum?

Halldór Jónsson, 7.3.2021 kl. 19:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hún gerði það. Eðli máls samkvæmt bjuggu þau saman.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2021 kl. 19:36

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Nú fetar höfundur ný spor, reynda full könnuð áður en áhugavert að sjá höfund falla í sömu gryfju og það sem sumir kalla slefbera [sjá t.d frétt frá samskonar höfundi :https://eirikurjonsson.is/gunnar-smari-radleggur-ragnari-thor/]

Auðvitað má höfundur hafa skoðun á því hvernig sinstaka stjórnmálamenn vinna.

En að segja að hér hafi einn brotið trúnað og þá sakað viðkomandi um brot á sínum starfsskyldum er einfaldlega ekki i þannig sem okkar samfélag virkar.

Ekki frekar en að ég teldi höfund á launaskrá hjá einni útgerð til að gagnrýna einn miðil umfram annan.

Þá væri ég auðvitað að skjóta út í bláinn, líkt og höfundur hér. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.3.2021 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband