Jarðskjálftar, loftslag og heimska

Ef jarðskjálftafræðingur segði að kjörstaða jarðarinnar væri án flekahreyfinga yrði brosað út í annað. Ef hann segði jarðskjálfta mannanna verk yrði skellt upp úr. Meintir sérfræðingar um loftslag jarðarinnar segja án þess að blikna, samanber meðfylgjandi frétt, að maðurinn eigi að ,,tryggja að meðal­hita­stig á jörðu hækki ekki um meira en tvær gráður..."

En veðrið er óvart þannig, eins og jarðskjálftar, að það lýtur ekki mannlegum vilja. Manngert loftslag er ævintýrið um nýju fötin keisarans. Skáldskapur a til ö.

Meint orsök hlýnunar, koltvísýringur í andrúmsloftinu, CO2, mælist rúmlega 400 ppm. Sé horft tilbaka í jarðsögunni, t.d. síðustu 40 milljónir ára, er koltvísýringur í andrúmslofti löngum margfalt meiri, yfir 1800 ppm.

Kjöraðstæður plantna eru um 1200 - 1400 ppm af CO2. Þess vegna er koltvísýringi dælt inn í gróðurhús. Plöntur eru eins og annað í lífríkinu afurð náttúrulegrar þróunar. Sú þróun varð í andrúmslofti með margfalt meiri koltvísýringi en í dag.

Ef núverandi magn CO2 félli niður, til dæmis í 200 ppm, væri jarðlífinu hætta búin. Plöntulíf fengi ekki nauðsynlega næringu. Enda er það svo að jörðin hefur grænkað síðustu áratugi þegar CO2-hlutfall í andrúmslofti hækkar. Og hver vill ekki grænni jörð? 

Það er hrein og klár heimska og hjávísindi að halda mannskepnuna stjórna meðalhita á jörðinni með losun - eða ekki losun - koltvísýrings í andrúmsloftið. Náttúran hefur séð um þau mál í milljónir ára og mun áfram gera.

 


mbl.is Rauð viðvörun fyrir heiminn allan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Ef fólk fer ekki að gera ser grein fyrir að þetta er hrein aðför að mannkyni sem þessi loftlagsbullarar setja fram og reyna afla fylgi ,en fer ekki að skera upp herör gagnvart þessari vitleysu  er virkileg hætta á ferðum ....... Mótmælum öll  ...Algjörlega rett sem Páll segir ...það er alfjör heimska að halda að menn stjorni einhverju loftslagi .... Menn geta stjornað sinum eigin sóðaskap og umgengi við  jörðina ...það eru eru ekki loftslaginu viðkomandi  en þvi rugla margir saman !

rhansen, 6.3.2021 kl. 18:58

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Þeir meina að þetta er rauð viðvörun fyrir fjármagn til þeirra til að lifa á því að segja að allt sé að fara til fjandans

Emil Þór Emilsson, 6.3.2021 kl. 19:08

3 Smámynd: Lárus Baldursson

Það er fullt af fólki sem lifir á kolefnissköttum og hefur hugsað sér að hafa það náðugt á kostnað annara.

Lárus Baldursson, 7.3.2021 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband