Miðvikudagur, 3. mars 2021
Tilraunin sumarið 2020 mistókst - ekki endurtaka hana
Í fyrrasumar voru landamærin eins og gatasigti. Hver og einn gat valsað inn í landið að vild. Veiruvarnir á Keflavíkurflugvelli voru til málamynda.
Afleiðingarnar þekkja allir. Í haust lokuðu skólar og fóru rétt að opna um áramót. Háskóli Íslands er enn lokaður nemendum. Íþrótta- og menningarstarf lagðist af.
Þegar sagt er ,,fáum gott ferðasumar" er merkingin þessi: endurtökum tilraunina frá í fyrra, sem mistókst, og vonumst eftir annarri niðurstöðu.
Nei, förum varlega, opnum ekki landið fyrr en óhætt er.
Ekki siðferðislega réttlætanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt Páll.
... og ekki nóg með það þá skóf tilraunin sennilega 3 prósentur af landsframleiðslunni 2020 með því að loka fyrir einkaneyslu Íslendinga í sínu eigin landi. Það er að segja tæpan helming heilbrigðiskerfisins. Þessu hefði átt að vera öfugt farið þar sem næstum allir búsettir hérlendis voru á landinu.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 3.3.2021 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.