Sunnudagur, 28. febrúar 2021
Þjóðverjar öfunda Breta,- sem komast til Íslands
,,Elsku Bretar, við öfundum ykkur," segir á forsíðu útbreiddasta blaðs Þýskalands, Bild. Ástæða þýskrar öfundar er að Bretar klára sig betur, miklu betur, en Þjóðverjar í baráttunni gegn Kínaveirunni.
Munurinn er sá að Bretar standa utan Evrópusambandsins, kusu Brexit, en Þjóðverjar eru tjóðraðir við bákn sem lamar sjálfsbjörg og eyðir sjálfstæði. Bretar munu í vor og sumar aflétta farsóttarhömlum en Þjóðverjar verða veirusamfélag fram á haust.
Samfylkingarmaður í Bretlandi, sem líkt og sálufélagar hans á Íslandi þrífst á að formæla eigin þjóð, er með böggum hildar yfir ástandinu. ,,Ég þoli ekki að segja það en Bretlandi gengur vel," skrifar Ed Cumming í málgagn ESB-sinna, Guardian.
Breskir ferðamenn koma til Íslands í sumar. Eitthvað færra verður um þýska. Eins og segir í Heimssýnarbloggi: Fullveldi auðveldar viðskipti, skrifræði torveldar.
Íslandsstofa sækir fram í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veri Bretar velkomnir. Þjóðverjar líka ef þeir láta af bóluefnisþjóðrembu sinni og fari að nota AZ á alla sem vilja. Skotar eru búnir að sýna fram á 94% vørn gegn spítalainnlögn 80+ med AZ 28 dögum eftir bólusetningu. Fólk þarf bara að vera meðvitað um að líkaminn þarf tíma til að bregðast við bóluefninu. Það er hlutverk sóttvarna yfirvalda.
Hins vegar ætti að sekta yfirvöld sem taka þátt í þessum viðskiptahindrunum ESB undir yfirskyni lýðheilsu.
Ragnhildur Kolka, 28.2.2021 kl. 13:05
Ef engar aukaverkanir eru frá bóluefni þá virkar það líklega ekki sérlega vel.
Aukaverkanir eru sannanir en ekki galli. "Feature but not a bug" eins og þeir segja á útlensku.
Varla neinn á meginlandi Evrópu hefur áhuga á vísindum lengur og þar með taldir eru kuklandi heilbrigðisstarfsmenn ESB-landa og stjórnmálamenn þeirra.
Þess vegna er meginland Evrópu að sökkva. Það geggjaðist með tilkomu Evrópusambandsins, eins og Rússland geggjaðist með tilkomu Sovétsins - og beið þess aldrei bætur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2021 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.