Útlenskar mafíur, mannréttindi glæpamanna

Mafíumorð á Íslandi er hvorki góð landkynning né geðþekk viðbót við mannlífsflóruna. Íslendingar virðast á annarri leið en nágrannaþjóðirnar sem kappkosta að losa sig við erlendan glæpalýð.

Hér á Fróni eru mannréttindi glæpamanna frá útlöndum í hávegum.

Alþingi ætti fremur að festa í lög tafarlausa brottvísun erlendra glæpamanna en að bjóða þá velkomna. Ef sitjandi þingmenn taka ekki á sig rögg þurfum við að skipta þeim út í haust.


mbl.is Uppgjör í undirheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir munu ekki taka á sig rögg. Þeir hafa tækifæri til þess núna áður en þingi verður slitið og þeir munu ekki gera það. En koma Albönsku mafíunar til landsins er fyrst og fremst í boði Alþingis. Vandamál vitlausrar stefnu í innflytjendamálum koma ekki fyrst í ljós, þegar það er orðið erfitt að bregðast við. 

Jón Magnússon, 15.2.2021 kl. 08:36

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

 Greinileg mjög vaxandi atvinnugrein í Albaníu

Over årene har antallet kriminelle grupper i Albania økt kraftig.

Anslagene fra år 2000 viste 60 kriminelle grupper med 400 medlemmer

2015 var omkring 250 kriminelle organisasjoner med om lag 1000 medlemmer.  

Grímur Kjartansson, 15.2.2021 kl. 09:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einkennileg er tryggðin sem fylgir kjósendum til Alþingis. Hún hefur fylgt nafni stjórnmálaflokka og kosið þá í tugi ára; sama hvað. Íslendingar eru gæðablóð sem ruglast í velgerningi sinni við útlendinga; líka sama hvað.Er ekki augljóst að af því leiðir að við erum dæmd til að verða útlendingar i eigin landi. Það gerist með mannavali í kosningum og við höfðum rúm tíu ár til að læra lexíuna um hvað ekki á að kjósa,er ekki ágætt að miða við þann veruleika.    

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2021 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband