Föstudagur, 12. febrúar 2021
Sérviska bönnuð á félagsmiðlum - hvað með sannindin?
Sérvitringar eru þeir kallaðir sem hafna viðteknum sannindum. Oftast hafa þeir rangt fyrir sér en stundum eru viðtekin sannindi röng og einhver sérvitringur vissi sem var.
Fyrir daga samfélagsmiðla var yfirleitt hægt að rekja sérviskuna til upphafsins. Ritað mál átti sér frumheimildir og hugmyndir sögulegar rætur. Á tíma samfélagsmiðla er rakning sporanna sýnu snúnari. Ógrynni heimilda gerir erfiðara um vik að meta trúverðugleika. Þar á ofan getur sérviskan á augabragði breiðst út eins og eldur í sinu og skorað viðtekin sannindi á hólm án innistæðu.
Sérviskan er æ oftar bönnuð á samfélagsmiðlum. Rökin eru að allsherjarreglu sé ógnað með útbreiðslunni. Viðtekin sannandi fá sérstaka vernd.
Hængurinn er sá að stundum reynast viðtekin sannindi aðeins sérviska með óskilgreindan meirihluta á bakvið sig. Í upphafi kófsins, svo dæmi sé tekið, þótti notkun andlitsgrímu sérviska. Núna er það almannarómur að ekki sé betri persónuleg sóttvörn en hafa grímu fyrir vitum sér.
Flókið samspil, sem sagt, sérvisku og sanninda.
![]() |
Lokað á rangfærslur Roberts F. Kennedys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einmit það:
https://thordisb.blog.is/blog/thordisb/entry/2261033/
-----------------------------------------------------------------------
https://humansarefree.com/2021/01/moderna-mrna-jabs-operating-system-program-humans.html?fbclid=IwAR32aWHHL25BkLIRg8vG3g2nJy6YFwNY50p6ZcWViMNEQWdguW_LOQB7iJw
Jón Þórhallsson, 12.2.2021 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.