Sunnudagur, 7. febrúar 2021
Trump, samsæri um kosningar og loftslag
Sigur Trump 2016 var tilefni samsæriskenninga. Sú langlífasta að Pútín Rússlandsforseti hafi tryggt sigurinn. Tap Trump í kosningunum 2020 er uppspretta samsæriskenninga um að kosningunum hafi verið stolið. Time-útgáfan rekur samsærið til vanheilags bandalags BLM, frjálslyndra aðgerðasinna og tæknirisa. Álitsgjafi á Fox rekur þráðinn, sjá síðustu 5 mín.
Falsfréttir áttu að hafa tryggt kjör Trump 2016 en víðtækt samsæri gegn forsetanum kom í veg fyrir endurkjör fjórum árum síðar.
Fyrir marga táknaði kjör Trump endalok Bandaríkjanna. Ég þekki Bandaríkjamenn sem flúðu til Íslands vegna forsetans. Aðrir, frjálslyndir kunningjar frá háskólaárunum, voru um kyrrt en nánast í varanlegu póltíski áfalli 2016-2020.
Nú þegar karlinn er farinn úr Hvíta húsinu skyldi ætla að hlutir féllu í fyrra horf. Svo er ekki, sjá meðfylgjandi frétt. Vofa Trump leikur lausum hala. Höfuðborgin er setin þjóðvarðliðum til að gæta nýrra valdhafa, Biden og félaga. Ógnarorðræða er um hreinsanir á meintum Trumpistum í embættismannakerfinu og í stofnunum.
Trump, jafn fyrirferðamikill og hann annars er, skýrir ekki óöryggi og andstyggð sem leikur lausum hala í Washington-borg. Dýpri ástæður liggja að baki.
Eitt sem sameinar flesta andstæðinga Trump er trúin á manngert loftslag. Kenningin er að athafnir mannsins, brennsla jarðefnaeldsneytis, hækki hitastig jarðarinnar. Fyrir marga er þetta trúarkenning, dogma, sem festist í sessi kjörtímabilið 2016-2020 einmitt sökum þess að Trump hafnaði kenningunni.
John Kerry, utanríkisráðherra Obama-stjórnarinnar, er orðinn æðsti maður loftslagsmála hjá Biden forseta. Þegar Biden kom til Reykjavíkur fyrir tveim árum að veita viðtöku verðlaunum fyrir loftslagsmál flaug hann einkaþotu. ,,Ég er betri en þið, ég þarf einkaþotu til að bjarga jörðinni frá hlýnun af mannavöldum," var viðkvæðið hjá Kerry. Og það er rifjað upp, sjá hér og hér.
Völd sem byggja á blekkingu annars vegar og hins vegar hroka fá ekki til lengdar staðist. Samsærið sem núna stendur yfir gengur út á að fá fólk til að trúa kenningunni og horfa framhjá hrokanum. Vofa Trump er þénug Grýla til vekja hræðslu. Hrætt fólk er trúgjarnt.
Fullyrðingar Trumps kostað skattgreiðendur milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafi einhver ekki trúað að Djúpríkið væri til ætti þessi grein að sannfæra þá að það er sprelllifandi. Og ekki bara lifandi heldur í örum vexti. Það er búið að aftengja kjósandann; ekki þørf fyrir hann lengur nema sem tölu sem vísa má til.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2021 kl. 14:27
Vera má að einhverjir andstæðingar Trumps trúi á manngert loftslag, hvað sem það nú þýðir. En eitt er víst, enginn mannlegur máttur getur stjórnað loftslaginu á jörðinni. Ef einhver heldur því fram þá er það bara bull og þvæla, en fróðlegt væri að sjá tilvísanir í það.
Án gróðurhúsalofttegunda væri ólíft hér á jörðinni sökum kulda. Í upphafi lífsins var geislun sólarinnar miklu minni heldur en nú, en þá var margfalt meira magn af gróðurhúslofttegundum, t.d. CO2 sem héldu hitastiginu uppi, það skipti sköpum fyrir lífið. Með tímanum óx geislun sólarinnar, en jafnfrmt því breyttist CO2 loftsins í svokallað jarðefnaeldsneyti. Þannig myndaðist einhvers konar hitajafnvægi sem nægði til að viðhalda lífinu til þessa dags.
En það er svo ótal margt annað sem hefur áhrif á loftslagið. Einn áhrifavaldur er maðurinn, t.d. með því framferði sínu að breyta jarðefnaeldsneyti aftur í gróðurhúslofttegund gæti hann haft áhrif á hið óstöðuga jafnvægisástand sem ríkir í hitafarinu á jörðinni í dag.
Ekki veit ég til þess að danski jöklafræðingurinn, Jörgen Steffensen, sé sérstakur andstæðingur Donalds Trump, en ég leyfi mér að fullyrða að hann sé betur að sér í loftslagsvísindum heldur en forsetinn fyrrverandi: Inside the Experiment: Abrupt Change and Ice Cores
Hörður Þormar, 7.2.2021 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.