Spilling, hatur og skothríð

Spilling er siðferðishugtak, ekki lagamál. Engin lagagrein bannar spillingu. Aftur eru mörg lögbrot, einkum er varða efnahagslegan ávinning, kennd við spillingu og það með réttu.

Siðferði snýst um rétta og ranga breytni. Sá sem breytir rangt gerir vont, bæði sjálfum sér og samferðamönnum. Umburðalynt samfélag aðgreinir vond verk frá þeim þau vinna. Sagt er að einhverjum hafi orðið á í messunni, gert mistök, leiðst af leið eða gert eitthvað af vangá. Sá sem vann vonda verkið er ekki endilega vondur maður.

Samfélag sem trúir að allt sé grasserandi í spillingu ræktar ekki með sér umburðalyndi heldur óþol og andstyggð. Það trúir illu upp á náungann og telur vonda menn vinna ill verk af ráðnum hug. Hatrið sem af hlýst er sumum um megn að byrgja innra með sér. Viðhorfið verður ,,með illu skal illt út reka."

Þeir sem núna hæst kveina um hatursorðræðu eru um það bil þeir sömu og harðastir eru á því að við búum í gjörspilltu samfélagi. Líkur sækir líkan heim.


mbl.is Gagnrýnir harða og ómálefnalega orðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þó Danir séu að fara spila um gull þá kvartar nú þjálfari þeirra líka yfir harðri og ómálefnalegri orðræðu

 Nikolaj Jacobsen om vrede beskeder: 'Helt grotesk, hvad folk skriver til mig' | BT Håndbold - www.bt.dk

En merkilegt að Svíarnir verða ekki með neina útsendingu á þessum leik á SVT1 né SVT2 þar eru bara skíðaíþróttir

Grímur Kjartansson, 30.1.2021 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband